Fær engar bætur eftir að hafa fallið niður stiga við vinnu Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2022 08:58 Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á gistiheimilinu í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið hafi hann átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið Sjóvá-Almennar af bótakröfu manns sem datt niður stiga þar sem hann vann við þrif á efri hæð gistiheimilis í janúar 2019. Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði. Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Í dómi kemur fram að gistiheimilið hafið verið með frjálsa ábyrgðartryggingu í gildi hjá Sjóvá þegar slysið varð. Stefnandi hafði nýlokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlað að fara niður stiga á fyrstu hæð hússins þegar hann rak fót í járnlista sem komið hafði verið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins. Hann datt þá fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið náði maðurinn að bera hendurnar fyrir sig en þá orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi leitað á sjúkrahús þar sem staðfest var að hann hafi úlnliðsbrotnað. Tryggingafélagið hafnaði greiðslu bóta þar sem vísað var í greinagerð eiganda gistiheimilisins þar sem kom fram að slysið hafi viljað þannig til að maðurinn hafi gengið aftur á bak að stiganum. Hann hafi ekki gætt að því hve langt hann hafi verið kominn og fallið aftur fyrir sig niður stigann. Málið hafði áður ratað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, en í áliti nefndarinnar kom fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður á vinnustaðnum hafi á einhvern hvern hátt verið óforsvaranlegar og leitt til slyssins. Því hafi hann ekki átt rétt á bótum. Í kjölfarið var leitaði maðurinn til dómstóla. Fram kemur í dómi að maðurinn hafði unnið á staðnum í átta mánuði þegar slysið varð. Eftir þrif á umræddum gólffleti um átta mánaða skeið, hafi maðurinn átt að þekkja vel til allra aðstæðna við stiganefið. Er það niðurstaða dómsins að ekki hafi tekist að sýna fram á að orsök slyssins sé hægt að rekja til vanbúnaðar húsnæðisins eða hættulegra aðstæðna á vinnustað mannsins. „Slysið verður að teljast óhappatilvik og því ber að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu vátryggingartaka úr ábyrgðartryggingu hans hjá stefnda,“ segir í dómnum. Maðurinn hlaut gjafsókn og greiðist kostnaður úr ríkissjóði.
Vinnuslys Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira