Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 15:38 Sorphirða í Reykjavík hefur tafist nokkuð undanfarnar vikur, bæði vegna veðurs og veikinda. Mynd/Aðsend Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“ Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Sorphirða í Reykjavík er nú talsvert á eftir áætlun en starfsfólk sorphirðunnar vinnur nú eftir fremsta megni við að ná áætlun. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir snjó, veikindi og ófærð gera það að verkum að sorphirða hefur tafist. „Við erum búin að vinna alla laugardaga frá áramótum fyrir utan einn. Það hefur vantað um 20% starfsfólks vegna Covid-veikinda síðastliðnar þrjár vikur en vonandi fer að rétta úr því næstu daga,“ segir Inga Rún í svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að nú sé unnið samkvæmt dagatali í almennu heimilissorpi, það er gráa tunnan, en ákveðið var að sleppa einni umferð í pappír og plasti, bláu og grænu tunnurnar, til að leggja áherslu á almenna heimilissorpið. „Núna er einn bíll farinn í endurvinnsluúrganginn en venjulegast eru það fjórir bílar sem sækja hann heim til fólks. Síðustu þrjár vikur hafa allir bílar verið í því að hirða blandaða úrganginn í gráu tunnunni því það er það sem fólk getur ekki losnað við annars staðar,“ segir Inga Rún en fólk hefur möguleika á að fara sjálft með pappír og plast á grenndarstöðvar eða endurvinnslustöðvar. Komast stundum ekki að tunnunum Almennt er hirðan á almennu heimilissorpi á áætlun en þó hefur þurft að skilja tunnur eftir vegna tíðarfarsins, þar sem starfsfólk hefur ekki komist að tunnum og sorpgeymslum vegna snjófarga inni á lóðum og bílum sem er illa lagt. „Við erum að vinna samkvæmt sorphirðudagatalinu í öllum flokkum og erum að gera okkar besta til að standast áætlunina. Tilkynningar um frávik verða settar inn á vef sorphirðunnar https://reykjavik.is/sorphirda. Óvissuþættirnir eru Covid og veðrið,“ segir Inga Rún. Hún biðlar til fólks að ganga vel frá sorpi til að hirðan gangi sem best. „Starfsfólk sorphirðunnar þakkar íbúum fyrir þolinmæði og tillitsemi í þessum aðstæðum sem hafa ríkt að undanförnu.“
Veður Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent