Gamli Liverpool-maðurinn verður landsliðsþjálfari eftir skipun forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 15:01 Rigobert Song fagnar marki með Liverpool liðinu í desember 1999. Getty/Michael Steele /Allsport Rigobert Song er á góðri leið með að verða næsti landsliðsþjálfari Kamerún eftir góða hjálp frá forseta landsins. Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield. Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield.
Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira