Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2022 23:10 Jakob Valgeir Flosason, framkvæmdastjóri Jakobs Valgeirs ehf. Arnar Halldórsson Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt mátti sjá togarann Sirrý koma inn til löndunar í Bolungarvík. Þegar útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir ehf. fékk hann fyrir sex árum voru tuttugu ár liðin frá því togari var síðast gerður þaðan út. Fyrirtækið hefur samhliða byggt upp stærstu fiskvinnslu byggðarinnar. Starfsmenn í landi og á sjó eru um eitthundrað talsins. Jakob Valgeir Flosason kveðst kannast við að það að vera útgerðarmaður sé nánast orðið skammaryrði. Sjálfur var hann fréttaefni í uppgjörum þrotabúa í eftirmálum bankahrunsins. „Ég varð snar gjaldþrota bara.“ -Þannig að þú ert risinn aftur upp? „Ég reis aftur upp, já. Bankinn hleypti mér áfram,“ segir Jakob Valgeir. Sirrý ÍS, togari Jakobs Valgeirs ehf., siglir inn í Bolungarvíkurhöfn.Arnar Halldórsson Meginhluta síðustu aldar báru fyrirtæki Einars Guðfinnssonar uppi atvinnulíf byggðarinnar. Nafni hans og barnabarn, Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra, segir að fjölskyldan hafi þó aldrei litið á afa hans sem konung Bolungarvíkur. „Og hann leit ekki þannig á. Hann var bara einn hluti af þessu samfélagi. Og hann fann líka mjög fyrir þeirri ábyrgð sem honum var trúað fyrir, að honum fannst, með því að vera í forsvari fyrir þennan atvinnurekstur,“ segir Einar Kristinn. En finnur Jakob Valgeir til slíkrar ábyrgðar? „Já, já. Ég held að ég sé alveg að standa undir henni. Ég er allavega ekkert á förum.“ -Þannig að Bolvíkingar þurfa ekki að óttast að þú sért að fara í burtu með kvótann og skipin? „Nei. Það sé ég ekki fyrir mér. Ég ætla bara að halda áfram og vonandi að umhverfið geri manni það kleift, - að það verði þokkalegt umhverfi áfram,“ svarar Jakob Valgeir. Einar K. Guðfinnsson framan við Einarshús, þar sem afi hans og nafni bjó.Arnar Halldórsson Nærri þrjátíu ár eru frá því Einar Guðfinnsson hf. varð gjaldþrota. Við getum vart ímyndað okkur annað en það hafi verið sárt fyrir Einar Kristin að sjá atvinnureksturinn sem afi hans byggði upp nánast hverfa. „Að sjálfsögðu.“ -Hvernig tilfinningar bærðust með þér? „Það voru auðvitað margvíslegar tilfinningar og ég ber þær ekkert á torg,“ svarar Einar. Þáttinn um Bolungarvík, þann fyrri af tveimur, má nálgast á efnisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Bolungarvík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22