Lögmál leiksins: „Simmons fer örugglega bara grátandi inn í klefa“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2022 07:00 Ekki voru allir sammála um mikilvægi Ben Simmons. Adam Hunger/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál Leiksins en þar er farið yfir NBA-deildina í körfubolta. Heit umræða skapaðist í kringum mögulegt einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppninni. Fyrsta spurning hjá Kjartnai Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, var nokkuð einföld: Philadelphia 76ers vinnur Austurdeildina? Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, var með stutt og laggott svar við þessari spurningu. Tómas er mikill Ben Simmons maður og telur að Brooklyn Nets mundi standa í vegi fyrir 76ers. „Heldur þú að þessi Simmons verði inn á vellinum þegar það skiptir máli að vera inn á vellinum,“ spurði hinn sérfræðingur þáttarins, Leifur Steinn, kíminn í kjölfarið áður en hann gaf til kynna að Simmons myndi eflaust enda á að fara grátandi inn í klefa eftir að lenda í áhorfendum Philadelphia-liðsins. Leifur Steinn hélt í kjölfarið áfram að skjóta á leikmannahóp Nets á meðan Tómas glotti við tönn. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Báðir voru sammála næstu spurningu en hún sneri að því hvort Miami Heat myndi enda í 1. sæti Austurdeildar. „Þeir eru með gott „regular season-lið“ og eru að harka út sigra svo ég held þeir nái efsta sætinu,“ sagði Tómas. „Getur Memphis Grizzlies gert atlögu að titlinum?“ spurði Kjartan Atli og uppskar mikil hlátrasköll. „Djöfull vona ég að þeir vinni núna og við eigum þessa klippu hérna,“ sagði Kjartan Atli eftir viðbrögð þeirra Leifs og Tómasar. Ja Morant er stórstjarna Grizzlies-liðsins.AP Photo/Brandon Dill Síðustu tvær spurningarnar sneru svo að því hvort meistarar Milwaukee Bucks væru slakari en í fyrra og hvort Phoenix Suns myndi halda toppsæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir meiðsli Chris Paul. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir „Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Fyrsta spurning hjá Kjartnai Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, var nokkuð einföld: Philadelphia 76ers vinnur Austurdeildina? Tómas Steindórsson, annar af sérfræðingum þáttarins, var með stutt og laggott svar við þessari spurningu. Tómas er mikill Ben Simmons maður og telur að Brooklyn Nets mundi standa í vegi fyrir 76ers. „Heldur þú að þessi Simmons verði inn á vellinum þegar það skiptir máli að vera inn á vellinum,“ spurði hinn sérfræðingur þáttarins, Leifur Steinn, kíminn í kjölfarið áður en hann gaf til kynna að Simmons myndi eflaust enda á að fara grátandi inn í klefa eftir að lenda í áhorfendum Philadelphia-liðsins. Leifur Steinn hélt í kjölfarið áfram að skjóta á leikmannahóp Nets á meðan Tómas glotti við tönn. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða Já Báðir voru sammála næstu spurningu en hún sneri að því hvort Miami Heat myndi enda í 1. sæti Austurdeildar. „Þeir eru með gott „regular season-lið“ og eru að harka út sigra svo ég held þeir nái efsta sætinu,“ sagði Tómas. „Getur Memphis Grizzlies gert atlögu að titlinum?“ spurði Kjartan Atli og uppskar mikil hlátrasköll. „Djöfull vona ég að þeir vinni núna og við eigum þessa klippu hérna,“ sagði Kjartan Atli eftir viðbrögð þeirra Leifs og Tómasar. Ja Morant er stórstjarna Grizzlies-liðsins.AP Photo/Brandon Dill Síðustu tvær spurningarnar sneru svo að því hvort meistarar Milwaukee Bucks væru slakari en í fyrra og hvort Phoenix Suns myndi halda toppsæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir meiðsli Chris Paul. Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér að ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Tengdar fréttir „Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
„Gæinn er búinn að spila allt of fáa leiki til að byrja með þessa stæla“ Lögmál leiksins verða á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og þar ræða sérfræðingarnir meðal annars um stöðu Zion Williamson hjá New Orleans Pelicans. 28. febrúar 2022 17:01