Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 12:01 Rut tekur til starfa þann 1. mars. Kvenréttindafélag Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut. Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Rut tekur við af Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur, sem hefur starfað sem framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins síðan árið 2011. Brynhildur hefur nú störf sem formaður í stéttarfélaginu Fræðagarði, en mun starfa áfram með Kvenréttindafélaginu næstu misseri til að tryggja að þekking sín og reynsla komist til skila. Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum. Rut býr yfir víðtækri reynslu af starfi félagasamtaka, jafnt hérlendis sem erlendis. Í rúman áratug hefur Rut tekið þátt í fjölbreyttu félagsstarfi á vegum ýmissa félagasamtaka víða um heim, m.a. í Bangladess, Japan, Víetnam og Kenya, sem og í heimabyggð sinni, Vesturbyggð. Rut hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins í tvö ár og gegnir fyrir hönd félagsins embætti varaformanns stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Rut hefur djúpa þekkingu á starfi félagsins og sterka framtíðarsýn á hlutverki Kvenréttindafélagsins í að tryggja stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Hún stígur nú til hliðar úr stjórn Kvenréttindafélagsins og hefur störf á skrifstofu félagsins. Rut hefur veigamikla reynslu af alþjóðastarfi og hefur hún til að mynda setið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um viðskipti og þróun (UNCTAD), verið ungmennafulltrúi Íslands á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins og setið í ráðgjafaráði Evrópuráðsins um málefni ungs fólks. Þá hefur hún beitt sér fyrir aukinni aðkomu kvenna í öryggismálum og stóð meðal annars fyrir fyrirlestraröðinni „Feminist Leadership in Disarmament“ í gegnum afvopnunarsamtök sem hún starfaði fyrir í Lundúnum,“ segir í tilkynningunni. „Við í stjórn Kvenréttindafélagsins erum himinlifandi glaðar að fá Rut til starfa á skrifstofu félagsins. Hún er sannur femínisti og hefur verið mikilvæg rödd í stjórninni. Við hlökkum til að vinna með henni áfram að þróa og styrkja okkar góða félag,“ segir Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. „Ég er ótrúlega þakklát traustinu sem mér er sýnt og hlakka til að nýta reynslu mína til þess að styðja áframhaldandi baráttu fyrir kynjajafnrétti, jafnt hér á landi sem og erlendis, í samstarfi við stjórn Kvenréttindafélagsins,“ segir Rut.
Jafnréttismál Vistaskipti Félagasamtök Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent