Erlingur: Sáttur með eitt stig úr því sem komið var Árni Gísli Magnússon skrifar 24. febrúar 2022 20:41 Erlingur Richardsson Vísir/Hulda Margrét KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32, í KA heimilinu í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja. Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja.
Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03