Óttast mikið álag um helgina: „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir mikið álag nú á Landspítala. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala, segir ljóst að aukið álag verði á spítalanum um helgina þegar engar takmarkanir vegna Covid verða í gildi. Reynslan sýnir að í kjölfar afléttinga verði veldisvöxtur á fjölda tilfella í samfélaginu sem hefur síðan áhrif á spítalann. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að frá og með föstudeginum 25. febrúar yrði öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, bæði innanlands og á landamærunum. Aðspurður um hvort að hann hefði áhyggjur af því hvernig ástandið á spítalanum verði um helgina segir Már svo vera. Ætla má að fjöldi fólks fari til að mynda út á lífið. „Nú verður þjóðin eins og kýr á vorin að sletta úr klaufunum, þannig að það er líka mjög mikið álag á bráðamóttökuna vegna þess að þá verða slys og annað slíkt,“ segir Már. Már segir nú þegar mikið álag á spítalanum og það sé tvísýnt hvort spítalinn ráði við stöðuna ef hún versnar mikið. „Við erum náttúrulega uggandi um það að hann muni ekki þola það en auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós, en staðan eins og hún er í dag er uggvænleg á spítalanum,“ segir Már. Hann vísar til þess að spítalinn sé nú með lélegan aðbúnað, mörg verkefni fram undan og mikil mannekla. „Til samanburðar við það sem gerðist síðast þá fór fjöldi tilfella í veldisvöxt í samfélaginu þegar að aflétting var og ég held að það geti gerst aftur,“ segir Már. „Þá þýðir það aukið álag á spítalann sem að nú þegar er við þanþol þannig það er það sem við óttumst mest.“ Meðal þeirra takmarkanna sem verður aflétt eftir rúman sólarhring eru reglur um einangrun Covid-sýktra. Már segir mjög brýnt að fólk hlusti á líkama sinn og sé heima sé það veikt en fólk gæti kynnt sér allt um veikindin á vef Heilsugæslunnar, Landlæknis og Landspítala. „Þetta tekur fimm til tíu daga og þetta er eins og venjuleg pest hjá langflestum,“ segir Már.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02 Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27 2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Erum í miklu betri stöðu en þegar við afléttum í sumar“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er vongóður að sú bylgja kórónuveirunnar sem er í gangi núna fari fljótlega niður á við. Hann segir stöðuna núna mun betri en þegar takmörkunum var aflétt síðasta sumar. 23. febrúar 2022 19:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23. febrúar 2022 16:27
2.689 greindust smitaðir af veirunni í gær 2.689 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu covid.is. 23. febrúar 2022 10:51