Eigendur félags Alberts halda áfram að versla og setja met í Brasilíu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2022 16:30 Vasco da Gama féll úr efstu deild Brasilíu fyrir tæpum tveimur árum. Getty/Bruna Prado Bandaríska fjárfestingafyrirtækið 777 Partners heldur áfram að færa út kvíarnar í íþróttaheiminum og hefur nú samið um kaup á hinu fornfræga, brasilíska knattspyrnufélagi Vasco da Gama. 777 festi í september kaup á ítalska félaginu Genoa og mun kaupverðið hafa numið 150 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 19 milljörðum króna. Genoa gat svo gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum í janúar og krækti meðal annars í Albert Guðmundsson frá AZ Alkmaar á síðustu stundu. Nú hefur 777 samið um kaup á 70% hlut í Vasco da Gama fyrir 137 milljónir Bandaríkjadala, eða 17 milljarða króna, auk þess sem 777 tekur yfir skuldir félagsins. Um er að ræða stærsta kaupsamning í sögu brasilíska fótboltans, samkvæmt frétt Sports Pro Media. Vasco leikur nú í næstefstu deild Brasilíu en félagið stóð á sínum hátindi í lok síðustu aldar og hefur alls fjórum sinnum orðið brasilískur meistari. Auk þess að eiga nú félag á Ítalíu og bráðum, ef að líkum lætur, í Brasilíu á 777 hlut í spænska félaginu Sevilla og þá hefur fyrirtækið verið orðað við kaup á franska félaginu Saint-Étienne. Þar að auki festi 777 kaup á 45% hlut í bresku körfuboltadeildinni í desember fyrir 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarða króna. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
777 festi í september kaup á ítalska félaginu Genoa og mun kaupverðið hafa numið 150 milljónum Bandaríkjadala, eða tæplega 19 milljörðum króna. Genoa gat svo gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum í janúar og krækti meðal annars í Albert Guðmundsson frá AZ Alkmaar á síðustu stundu. Nú hefur 777 samið um kaup á 70% hlut í Vasco da Gama fyrir 137 milljónir Bandaríkjadala, eða 17 milljarða króna, auk þess sem 777 tekur yfir skuldir félagsins. Um er að ræða stærsta kaupsamning í sögu brasilíska fótboltans, samkvæmt frétt Sports Pro Media. Vasco leikur nú í næstefstu deild Brasilíu en félagið stóð á sínum hátindi í lok síðustu aldar og hefur alls fjórum sinnum orðið brasilískur meistari. Auk þess að eiga nú félag á Ítalíu og bráðum, ef að líkum lætur, í Brasilíu á 777 hlut í spænska félaginu Sevilla og þá hefur fyrirtækið verið orðað við kaup á franska félaginu Saint-Étienne. Þar að auki festi 777 kaup á 45% hlut í bresku körfuboltadeildinni í desember fyrir 9,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 1,2 milljarða króna.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira