Bandaríska kvennalandsliðið fær jafn mikið greitt og karlalandsliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 20:22 Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fær loksins jafn mikið greitt og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Brad Smith/ISI Photos/Getty Images Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð samkomulagi við stjórn knattspyrnusambandsins þar í landi um að leikmenn liðsins fái jafn mikið greitt fyrir vinnu sína með landsliðinu og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira