Ein besta handboltakona heims flytur heim til að vera nær krabbameinsveikri systur sinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Isabelle Gulldén hefur fjórum sinnum verið valin handboltakona ársins í Svíþjóð og var valin besti leikmaður í sögu sænsku úrvalsdeildarinnar. getty/Rafal Rusek Ein þekktasta handboltakona heims og líklega besta handboltakona Svíþjóðar fyrr og síðar, Isabelle Gulldén, gengur í raðir Íslendingaliðsins Lugi eftir tímabilið. Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar. Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Sjá meira
Systurnar Ásdís Þóra og Lilja Ágústsdætur leika með Lugi sem er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Ásdís Þóra kom til Lugi í sumar en Lilja í byrjun þessa mánaðar. Þær komu báðar frá Val. Gulldén hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lugi og kemur til liðsins frá Evrópumeisturum Vipers Kristiansand í Noregi eftir tímabilið. Í viðtali við Aftonbladet greinir Gulldén frá því að hún hafi ákveðið að flytja aftur heim til Svíþjóðar til að geta verið nær yngri systur sinni sem greindist með leghálskrabbamein í byrjun nóvember á síðasta ári. Rebecca Gulldén, sem er tveimur árum yngri en Isabelle, býr í Lundi þar sem Lugi er staðsett. „Þetta er ágengt og hefur dreift sér. Þú veist aldrei hvernig hlutirnir fara. Hún hefur svarað meðferðinni vel hingað til og vonandi heldur það áfram. En þú veist aldrei. Þetta er þungt. Handboltinn skiptir svo litlu máli í svona stöðu,“ sagði Gulldén. Hún hefur um langt árabil verið einn besti leikmaður heims og unnið fjölda titla með félagsliðum sínum, meðal annars Meistaradeild Evrópu með rúmenska liðinu CSM Bucuresti 2016. Þá hefur hún orðið landsmeistari í Svíþjóð, Danmörku, Rúmeníu og Frakklandi. Hin 32 ára Gulldén lagði landsliðskóna á hilluna eftir EM 2020. Hún var í sænska liðinu sem lenti í 2. sæti á EM 2010 og 3. sæti 2014. Hún var valin besti leikmaður EM 2014 og var markahæst á mótinu. Gulldén yfirgaf Sävehof 2011 og hefur ekki leikið í Svíþjóð síðan. Hún snýr því aftur til heimalandsins í sumar eftir ellefu ára fjarveru. Gulldén lék með Viborg í Danmörku á árunum 2011-15, CSM Bucuresti 2015-18, Brest í Frakklandi 2018-21 og hefur verið hjá Vipers Kristiansand síðan í sumar.
Sænski handboltinn Svíþjóð Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Sjá meira