Guðmundur á leiðinni til Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 18:30 Guðmundur Þórarinsson í vináttulandsleik Íslands og Póllands á síðasta ári. Getty/Mateusz Slodkowski Íslenski landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson er lentur í Álaborg og mun skrifa undir samning við knattspyrnufélagið þar í bæ á næstu dögum. Frá þessu greindi fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason á Twitter-síðu sinni í dag. Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Samkvæmt færslu Ríkharðs, eða Rikka G eins og hann er nær alltaf kallaður, er hinn 29 ára gamli Guðmundur mættur til Danmerkur eftir veru sína í Bandaríkjunum. Hann er samningslaus eftir að hafa orðið meistari með New York City á síðustu leiktíð í MLS-deildinni. Gummi Tóta lentur í Álaborg og er á leið í viðræður og læknisskoðun hjá félaginu.— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2022 Guðmundur hefur verið að leita sér að liði og virðist nú vera á leið í dönsku úrvalsdeildina í annað sinn en hann lék með FC Nordsjælland tímabilið 2015 til 2016. Hvort hinn örvfætti Selfyssingur sé á leið til Danmerkur sem miðjumaður eða vinstri bakvörður er óvitað en hann hefur hægt og rólega færst sig aftar á völlinn með árunum. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélagi sínu og lék til að mynda með því í efstu deild karla sumarið 2010. Þaðan lá leiðin til ÍBV og svo til Noregs eftir tímabilið 2012. Síðan þá hefur Guðmundur verið í atvinnumennsku og yrði Álaborg hans sjötta félag á þeim tíma. Hann fór frá ÍBV til Sarpsborg 08 í Noregi, þaðan lá leiðin til Nordsjælland í Danmörku áður en ferðinni var heitið til Noregs á nýjan leik, að þessu sinni var það Rosenborg sem keypti kauða. Ári síðar var Guðmundur kominn til Norrköping í Svíþjóð og svo til New York City í janúar 2020. Nú virðist allt benda til þess að hann sé á leið til Danmerkur á nýjan leik. Álaborg hefur komið verulega á óvart á leiktíðinni og vann til að mynda topplið Midtjylland 2-0 á útivelli er danska deildin fór af stað á nýjan leik eftir vetrarfrí. Liðið situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum minna en topplið FC Kaupmannahöfn. Guðmundur hefur leikið 12 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar af fimm í síðustu undankeppni. Gætu leikirnir því orðið töluvert fleiri á næstu árum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira