Létta á reglum um einangrun og smitgát fyrir starfsmenn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. febrúar 2022 14:27 Tæplega fimm hundruð starfsmenn spítalans eru nú frá vinnu í einangrun. vísir/vilhelm Landspítalinn hefur nú tekið fyrsta skref í átt að því að reyna að leysa mönnunarvanda vegna fjölda smitaðra starfsmanna. Framvegis mega þríbólusettir og einkennalausir starfsmenn spítalans mæta til vinnu beint eftir fimm daga einangrun. Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Hingað til hefur starfsfólk spítalans sem smitast þurft að vera frá vinnu í sjö daga þrátt fyrir að það sé einkennalaust. Eftir fimm daga einangrun tekur nefnilega við tveggja daga smitgát þar sem ekki má umgangast viðkvæma hópa. Spítalinn hefur nú ákveðið að þeir starfsmenn sem séu einkennalitlir og hitalausir í allavega 24 klukkustundir megi mæta til vinnu beint eftir einangrunina og taka tveggja daga smitgátina út við störf sín. Þeir verða þó að bera fínefnagrímu og sýna aukna varúð í umgengni við sjúklinga. Þetta á aðeins við um þríbólusetta starfsmenn eða tvíbólusetta, sem eru einnig með staðfesta fyrri Covid-sýkingu. „Þetta var bara eðlilegt næsta skref. Þetta er það sem við höfum verið að horfa til. Núna var rétti tíminn til að gera þetta og sjáum við á næstu dögum hverju þetta skilar,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans í samtali við Vísi. Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala.vísir/sigurjón Enginn skikkaður í vinnu Spítalinn hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum með að manna vaktir síðustu vikur vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun. Þeir eru til dæmis 472 í dag. Það er um sjö prósent alls starfsfólks spítalans. Til tals hefur komið að kalla einkennalausa starfsmenn beinlínis úr einangrun til að manna vaktirnar en spítalinn hefur sagt að það verði algjört neyðarúrræði sem verði vonandi hægt að komast hjá. Hildur vonast til að breytingin muni bæta stöðuna eitthvað en segir algerlega ómögulegt að reyna að giska á hversu mikil áhrif hún muni hafa. „Við rennum algjörlega blint í sjóinn með þetta. En þó það væri ekki nema helmingurinn af þessum sem eru í einangrun sem myndi skila sér tveimur dögum fyrr í vinnu þá eru það samtals rúmlega fjögur hundruð vinnudagar,“ segir Hildur. Það létti augljóslega mjög mikið undir með spítalanum. Það verður algerlega upp á starfsfólkið sjálft komið að ákveða hvort það treysti sér til að mæta á vaktina beint eftir einangrun. „Það verður enginn kallaður í vinnu. Þetta verður að frumkvæði starfsmannanna sjálfra.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira