Ekki öll von úti um diplómatíska lausn í deilunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 14:03 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er stödd í Lundúnum þar sem nú fer fram fundur í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Talsmaður Rússlandsforseta segir tilkynningar um leiðtogafund forseta Bandaríkjanna og Rússlands um ástandið í Úkraínu ótímabærar. Utanríkisráðherra segir að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum. Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Frakkar áttu frumkvæðið að leiðtogafundinum. Hvíta húsið þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Með fundinum er hugmyndin að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi í Úkraínu en spennan í landinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum Kalda stríðsins. Til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Antony Blinken og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á fimmtudag. Hins vegar kom fram hjá talsmanni Rússlandsforseta í hádeginu að ótímabært væri að tilkynna leiðtogafund milli forsetanna. Þó væri ekki útilokað að forsetarnir hittist í eigin persónu en ekkert sé þó frágengið í þeim efnum. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir að fari slíkur fundur fram gefi það tilefni til bjartsýni. „Það er jákvætt að forsetar Bandaríkjanna og Rússlands ákveði að funda. Við höfum lagt áherslu á að samtalið og diplómatískar leiðir séu ennþá möguleiki,“ segir Þórdís. Hún segir hins vegar að ástandið sé þegar orðið grafalvarlegt í Úkraínu. „Það er mjög mikil spenna á svæðinu og ekki hægt að segja að annað hvort gerist ekkert eða það verði innrás. Staðan á svæðinu hefur þegar versnað það mikið og er mun alvarlegri en hún var áður og bitnar verst á almennum borgurum. Við þurfum að stíga skref til baka ef við ætlum að komast í þá stöðu sem var áður en þetta hófst nú,“ segir Þórdís. Þórdís er stödd í Lundúnum þar sem fundur verður haldinn í sameiginlegri viðbragðssveit Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Hollands undir forystu Bretlands í öryggis- og varnarmálum. „Við erum að funda seinni partinn í dag og morgun. Þetta er fundur sem átti að vera í apríl en var flýtt vegna stöðunnar,“ segir Þórdís að lokum.
Úkraína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. 21. febrúar 2022 06:57