Unnusti Þróttarakonu sektaður um milljón fyrir að skoða símann í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:01 TJ Watt og Dani Rhodes sjást hér saman á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar. AP/Marcio Jose Sanchez Sektarreglur NFL-deildarinnar eru ekkert lamb að leika sér við og leikmenn geta verið fljótir að missa pening út af reikningum sínum fylgi þeir ekki reglunum. Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022 NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira
Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Fleiri fréttir Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Sjá meira