Felur lögmanni að krefjast upplýsinga um boðun aðalfundar Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 18:40 Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningum á þriðjudag. Stöð 2/Egill B-listinn undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur falið lögmanni að krefjast þess að upplýst verði um hvenær boðað verði til aðalfundar Eflingar. Sólveig Anna, sem vann á dögunum formannskosningar í Eflingu, segir núverandi formann og varaformann sitja umboðslausa. Sólveig Anna segir þær Agnieszku Ewu Ziolkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sitjandi formann og varaformann, ekki hafa haft neitt samband við sig í kjölfar öruggs sigurs hennar í formannskosningum á dögunum. Hvorki til að óska henni til hamingju með sigurinn né ræða „praktísk“ mál. Sólveig Anna hefur sagst vilja að stjórnaskipti í Eflingu fari fram sem allra fyrst. Til þess að Sólveig Anna og B-listi geti tekið við völdum þarf aðalfundur Eflingar að fara fram. Þann 12. nóvember síðastliðinn ályktaði trúnaðarráð Eflingar að flýta skyldi kosningum til stjórnar og aðalfundi. Kosningar skyldu fara fram fyrir 15. febrúar og aðalfundur fyrir 15. mars. Kosningar fóru fram á þriðjudag 15. febrúar. Sólveig Anna fór sem áður segir með sigur af hólmi og nú er hana og félaga hennar á B-lista farið að lengja eftir aðalfundi og valdaskiptum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig Anna að sitjandi formaður og varaformaður fari ekki að vilja trúnaðarráðs með því að hafa ekki upplýst um það hvenær aðalfundur fari fram. „Í stað þess að hegða sér með sómasamlegum hætti í kjölfar lýðræðislegra kosninga og í samræmi við það embætti sem hún gegnir er varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, í rökræðum á samfélagsmiðlum um það afhverju hún ætlar sér ekki að framfylgja vilja trúnaðarráðs félagsins, æðsta valds í málefnum félagsins á milli félagsfunda,“ segir Sólveig Anna. Í ljósi þeirrar stöðu hafi B-listi falið lögmanni að senda sitjandi formanni, Agnieszku Ewu Ziolkowska, bréf þar sem óskað er eftir því að upplýst hvenær fyrirhugað sé að halda aðalfund. Bréfið má sjá hér að neðan: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Sólveig Anna segir þær Agnieszku Ewu Ziolkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sitjandi formann og varaformann, ekki hafa haft neitt samband við sig í kjölfar öruggs sigurs hennar í formannskosningum á dögunum. Hvorki til að óska henni til hamingju með sigurinn né ræða „praktísk“ mál. Sólveig Anna hefur sagst vilja að stjórnaskipti í Eflingu fari fram sem allra fyrst. Til þess að Sólveig Anna og B-listi geti tekið við völdum þarf aðalfundur Eflingar að fara fram. Þann 12. nóvember síðastliðinn ályktaði trúnaðarráð Eflingar að flýta skyldi kosningum til stjórnar og aðalfundi. Kosningar skyldu fara fram fyrir 15. febrúar og aðalfundur fyrir 15. mars. Kosningar fóru fram á þriðjudag 15. febrúar. Sólveig Anna fór sem áður segir með sigur af hólmi og nú er hana og félaga hennar á B-lista farið að lengja eftir aðalfundi og valdaskiptum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig Anna að sitjandi formaður og varaformaður fari ekki að vilja trúnaðarráðs með því að hafa ekki upplýst um það hvenær aðalfundur fari fram. „Í stað þess að hegða sér með sómasamlegum hætti í kjölfar lýðræðislegra kosninga og í samræmi við það embætti sem hún gegnir er varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, í rökræðum á samfélagsmiðlum um það afhverju hún ætlar sér ekki að framfylgja vilja trúnaðarráðs félagsins, æðsta valds í málefnum félagsins á milli félagsfunda,“ segir Sólveig Anna. Í ljósi þeirrar stöðu hafi B-listi falið lögmanni að senda sitjandi formanni, Agnieszku Ewu Ziolkowska, bréf þar sem óskað er eftir því að upplýst hvenær fyrirhugað sé að halda aðalfund. Bréfið má sjá hér að neðan:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Sjá meira
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20
Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels