Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:27 Íris ásamt börnunum þremur. Skíðaköppunum Nökkva og Björgu. Einar ætlar að einbeita sér að snjóbrettinu. Aðsend Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun. Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá. Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Vetrarfrí er í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir. Vetrarfrí í Reykjavík hófst í gær, vetrarfrí í Garðabæ er alla næstu viku og í öðrum sveitarfélögum er frí öðru hvoru megin við helgina. Íris Guðnadóttir, verkfræðingur og þriggja barna móðir, er á meðal fjölmargra sem njóta í Hlíðarfjalli norðan heiða í dag. Sá yngsti á brettinu „Það er rosaleg góða stemmning,“ segir Íris. Snjórinn sé nýfallinn, stafalogn og færið afar gott. „Skyggnið mætti kannski vera betra,“ segir Íris sem vonast eftir því að sólin láti sjá sig á morgun. Ekki væri tilefnið amalegt enda á að gangsetja nýja stólalyftu klukkan 13. Íris segist mjög spennt fyrir því og deilir þeirri tilfinningu vafalítið með öðrum gestum í fjallinu, þar á meðal þremur börnum sínum þeim Nökkva (15), Björgu (11) og Einari (7). „Sá yngsti fór í brettaskólann og við skíðuðum á meðan,“ segir Íris. Hún veit af fullt af kunnuglegum andlitum í fjallinu en eins og skíðafólk veit er erfitt að bera kennsl á vini sína í brekkunum með hjálma og skíðagleraugu. Í því sambandi segist Íris hafa farið í stólalyftuna áðan, setið þar með annarri konu og það hafi ekki verið fyrr en hún lauk stuttu símtali sem hin konan sagði: „Íris, ert þetta þú?“ Þar var á ferðinni góð kunningjakona og skemmtilegir endurfundir. Íris segir hafa verið rólegra í fjallinu í morgun en eftir hádegið hafi lengst verulega í röðunum í lyftunum. Bros sé þó á hverju andliti sem sé auðvelt að sjá enda grímur ekki sjáanlegar. Opið verður í fjallinu til klukkan 19 í kvöld og svo aftur á morgun frá klukkan 10 miðað við núverandi veðurspá.
Skíðasvæði Akureyri Tengdar fréttir Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt. 18. febrúar 2022 14:30