Ísmaðurinn með tvo níu pílna leiki sama kvöldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2022 17:00 Gerwyn Price sýndi magnaða frammistöðu í gærkvöldi. getty/Rob Newell Það er ekki á hverjum degi sem keppandi nær níu pílna leik, hvað þá tvisvar sinnum sama kvöldið. En Gerwyn Price afrekaði það í úrvalsdeildinni í pílukasti í Belfast í gær. Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi. Pílukast Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Walesverjinn var í miklum ham í gær. Í leikjunum þremur tók hann einu sinni 170 út, fékk tólf sinnum 180 og var með meðaltalið 107,58. Og var með tvo níu pílna leiki, það er að taka út 501 með aðeins níu pílum sem er það minnsta sem hægt er. Í átta liða úrslitunum á þriðja keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar vann Price Michael Smith, 6-3. Ísmaðurinn fylgdi því eftir með því að vinna Michael van Gerwen í undanúrslitunum, 6-5. Þar náði hann níu pílna leik. Hann endurtók leikinn í úrslitunum þar sem hann vann James Wade, 6-4. Fyrir sigurinn fékk Price fimm stig og tíu þúsund pund. Hann er nú aðeins einu stigi á eftir efsta manni úrvalsdeildarinnar, landa sínum Jonny Clayton. ...If you missed it last night... we've got you covered! Revel in the moment Gerwyn Price landed not one, but two nine-darters in Belfast Stunning pic.twitter.com/CotVGbthGC— PDC Darts (@OfficialPDC) February 18, 2022 „Mér fannst ég ekki geta klúðrað. Ég er að spila vel og líður vel. Það skýrist að miklu leyti að ég hef hugsað vel um mig og mætt í ræktina. Ég er næstum því að komast í mitt besta form og gæti verið kominn þangað,“ sagði Price. Þrátt fyrir að árið 2022 sé ekki gamalt hefur Price náð þremur níu pílna leikjum á því. Hann náði einnig níu pílna leik í viðureigninni gegn Smith í átta liða úrslitum HM á nýársdag. Price tapaði þeim leik reyndar, 5-4. Næsta keppniskvöld úrvalsdeildarinnar verður í Exeter 3. mars næstkomandi.
Pílukast Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira