Ingvar vill leiða Garðabæjarlistann Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 11:32 Ingvar Arnarson. Aðsend Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, býður sig fram til að leiða Garðabæjarlistann í komandi sveitarstjórnarkosningum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars. Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ingvari. Þar segir að hann hafi setið í bæjarstjórn Garðabæjar frá árinu 2018 og hafi verið varabæjarfulltrúi frá 2014 til 2018. „Ég er kennari að mennt og kenndi náttúrufræði og íþróttir við Garðaskóla 2003-2006 og eftir það hef ég starfað við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og kennt þar við íþróttabraut skólans. Í haust hóf ég nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ, námið hefur verið fræðandi og mun tvímælalaust efla mig í störfum mínum. Ég legg mikla áherslu á að Garðabær verði í fremstu röð sveitarfélaga þegar að kemur að þjónustu við íbúa. Ég vil sjá gjaldtöku á barnafjölskyldur lækka til muna, efla félagsþjónustu en frekar og auka framboð íþrótta og tómstunda fyrir jafnt unga sem aldna. Huga þarf vel að stígakerfi og almenningssamgöngum innan bæjarins og gæta þarf að því að haldið sé í sérstöðu hverfa bæjarins, skipulag og framkvæmdir eiga að vera gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Að mínu mati er einnig mikilvægt að tryggja að uppbygging grunn- og leikskóla fylgi íbúaþróun bæjarins og nauðsynlegt er að bæta starfskjör þeirra sem þar vinna til að tryggja mönnun. Ég mun halda áfram að berjast af fullum heilindum fyrir bættu samfélagi. Ég hef sterkar taugar til íþróttafélaga bæjarins. Hef spilað leiki með nánast öllum deildum Stjörnunnar ásamt því að þjálfa fyrir félagið. Einnig hef ég þjálfað öldungablak á Álftanesi og veit að þar er verið að vinna flott starf í þágu íbúa. Það er mikilvægt að hlúa vel að öllu félagsstarfi í bænum og tryggja aðgang íbúa að því starfi óháð efnahag ásamt því að tryggja félögum aðstöðu við hæfi. Ég er uppalinn Garðbæingur og fjögurra barna faðir og hef kynnst vel þeirri þjónustu sem sveitarfélagið er að veita. Það er mikilvægt að sveitarfélögin sem hafa það hlutverk að þjónusta íbúa sína gera það sem allra best. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á íbúana og taka mið af þeirra þörfum. Hlutverk þess sem leiðir Garðabæjarlistans er að samstilla hópa af fólki sem kemur úr ýmsum áttum og leiða til góðra verka. Ég hef töluverða reynslu af slíku starfi og hef trú á okkar fólki. Í Garðabæjarlistanum er mikill mannauður og reynsla sem kemur til með að nýtast okkur vel til að ná settum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans auglýsir nú eftir framboðum og tilnefningum á lista. Nefndin mun svo leggja fram til samþykktar tillögu að framboðslista á almennum félagsfundi þann 13. mars.
Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira