Karlmaður skotinn í miðbænum í nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Snorri Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. febrúar 2022 09:26 Í myndbandinu má sjá sérsveitarmenn í bílastæðahúsi ofan við Ingólfsstræti, þar sem árásin varð. Twitter Karlmaður var skotinn með skotvopni í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Verulegur viðbúnaður lögreglu og sérsveitar var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Á myndböndum af netinu má sjá þungvopnaða sérsveitarmenn við aðgerðir í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti og Ingólfsstræti. Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni. Mikill viðbúnaður var vegna málsins en mennirnir þrír voru handteknir fljótlega eftir að rannsóknin hófst. Lagt hefur verið hald á skotvopn og bifreið í þágu rannsóknarinnar. Við aðgerðirnar í nótt naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar sérsveitar. Við athugun fréttastofu í Ingólfsstræti í morgun var engin ummerki árásinnar að sjá. Karlmaður var skotinn í Ingólfsstræti laust fyrir klukkan eitt í nótt. Þar var ekkert að sjá þegar fréttastofa fór á svæðið í morgun.Vísir/Vésteinn Aðeins tveir dagar liðu á milli þessarar árásar og skotárásar sem varð í Grafarholti á fimmtudag, þar sem skotið var á karl og konu. Þar slasaðist konan alvarlega en þau eru ekki talin í lífshættu. Töluverður erill var í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt, þá sérstaklega í miðborginni. Sjö gistu fangageymslur í nótt. „Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter um klukkan 1.40 í nótt. Lögreglan hyggst ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu en búast má við annarri fréttatilkynningu frá lögreglu eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Fréttin var uppfærð klukkan 9:50 eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Skotvopn Reykjavík Skotárás við Bergstaðastræti Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira