Segir ekkert því til fyrirstöðu að dýraníðingurinn Zouma spili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2022 13:00 David Moyes, hinn skoski þjálfari West Ham United, mun halda áfram að velja Kurt Zouma í lið sitt. Charlotte Wilson/Getty Images David Moyes, þjálfari West Ham United, segir að Kurt Zouma sé til taks fyrir leik liðsins gegn Leicester City á sunnudag. Zouma hefur verið í fréttum eftir að hann náðist á myndband að sparka og slá til kattar sem hann á. Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á samfélagsmiðlum þar sem Kurt Zouma, miðvörður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sést níðast á köttunum sínum. Hann bæði sparkar í þá og slær. Hann baðst í kjölfarið afsökunar en atvikið hefur dregið dilk á eftir sér. Dýraverndunarsamtök hafa tekið kettina af Zouma, hann þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir hvernig á að meðhöndla dýr, West Ham sektaði hann því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna og íþróttavörumerkjarisinn Adidas sagði upp samningi sínum við leikmanninn. Þá hefur einn af styrktaraðilum West Ham sagt upp samningi sínum við félagið og annar íhugar að gera slíkt hið sama. David Moyes, þjálfari West Ham, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að velja leikmanninn í byrjunarlið sitt er West Ham mætti Watford í liðinni viku og stefnir á að gera slíkt hið sama nú um helgina. "I'm not condoning him, his actions were terrible. They were diabolical but we've chosen to play him and we stand by that."— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2022 „Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það sem hann gerði. Það var ógeðfelld en ég hef ákveðið að spila honum og ég stend við þá ákvörðun. West Ham hefur tæklað málið vel og félagið hefði vart geta gripið aðgerða fyrr en það gerði,“ sagði Moyes í viðtali fyrir leik helgarinnar. „Við munum aðstoða hann við að leita sér hjálpar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa honum. Hann er fullur eftirsjár. Eins og allir aðrir þarf hann á smá fyrirgefningu að halda,“ bætti Moyes við. „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður. Þetta sýnir að sem fótboltaþjálfari þá getur þú aldrei verið viss um hverskonar mál þú þarft að meðhöndla. Þetta er allt hluti af starfinu, við myndum þó frekar vilja að West Ham væri í fréttunum vegna gengi liðsins inna vallar en liðið er mjög gott. Ég er leiður að fókusinn hefur verið tekinn frá þeirri staðreynd þar sem við erum að eiga mjög gott tímabil,“ sagði Skotinn að endingu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01 Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á samfélagsmiðlum þar sem Kurt Zouma, miðvörður West Ham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sést níðast á köttunum sínum. Hann bæði sparkar í þá og slær. Hann baðst í kjölfarið afsökunar en atvikið hefur dregið dilk á eftir sér. Dýraverndunarsamtök hafa tekið kettina af Zouma, hann þarf að fara á námskeið þar sem hann lærir hvernig á að meðhöndla dýr, West Ham sektaði hann því sem nemur 50 milljónum íslenskra króna og íþróttavörumerkjarisinn Adidas sagði upp samningi sínum við leikmanninn. Þá hefur einn af styrktaraðilum West Ham sagt upp samningi sínum við félagið og annar íhugar að gera slíkt hið sama. David Moyes, þjálfari West Ham, sá hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að velja leikmanninn í byrjunarlið sitt er West Ham mætti Watford í liðinni viku og stefnir á að gera slíkt hið sama nú um helgina. "I'm not condoning him, his actions were terrible. They were diabolical but we've chosen to play him and we stand by that."— BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2022 „Ég er ekki að leggja blessun mína yfir það sem hann gerði. Það var ógeðfelld en ég hef ákveðið að spila honum og ég stend við þá ákvörðun. West Ham hefur tæklað málið vel og félagið hefði vart geta gripið aðgerða fyrr en það gerði,“ sagði Moyes í viðtali fyrir leik helgarinnar. „Við munum aðstoða hann við að leita sér hjálpar. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa honum. Hann er fullur eftirsjár. Eins og allir aðrir þarf hann á smá fyrirgefningu að halda,“ bætti Moyes við. „Ég hef aldrei lent í neinu svona áður. Þetta sýnir að sem fótboltaþjálfari þá getur þú aldrei verið viss um hverskonar mál þú þarft að meðhöndla. Þetta er allt hluti af starfinu, við myndum þó frekar vilja að West Ham væri í fréttunum vegna gengi liðsins inna vallar en liðið er mjög gott. Ég er leiður að fókusinn hefur verið tekinn frá þeirri staðreynd þar sem við erum að eiga mjög gott tímabil,“ sagði Skotinn að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01 Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01 Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01 Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Sjá meira
Leikmenn West Ham reiðir þegar þeir komust að því að dýraníðingurinn væri launahæstur hjá félaginu Leikmenn West Ham United urðu æfir þegar þeir komust að því hvað dýraníðingurinn Kurt Zouma fær í vikulaun og vilja fá launahækkun. 11. febrúar 2022 13:01
Yoan Zouma fær ekki að spila eftir dýraníð bróður síns Yoan Zouma, bróðir Kurt Zouma, fær ekki að spila með liði sínu á meðan að mál bróður hans er til rannsóknar hjá dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 11. febrúar 2022 07:01
Adidas riftir samningi sínum við Zouma og kettirnir teknir af honum Íþróttavörumerkjarisinn Adidas hefur rift samningi sínum við franska varnarmannin Kurt Zouma eftir að myndband sem sínir leikmanninn sparka í kettina sína fór í dreifingu. Þá hafa kettirnir verið teknir af honum af bresku dýraverndunarsamtökunum RSPCA. 9. febrúar 2022 18:01
Fyrrverandi UFC-meistari tekur „skíthælinn“ Zouma til bæna fyrir að sparka í köttinn Jan Blachowicz, fyrrverandi UFC-meistari, gagnrýndi dýraníðinginn Kurt Zouma harðlega á Twitter. 9. febrúar 2022 10:00