KR og Stjarnan með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2022 22:35 Pálmi Rafn skoraði eitt fimm marka KR í kvöld. Vísir/Hulda Margrét KR og Stjarnan unnu stórsigra í Lengjubikar karla og kvenna í fótbolta í kvöld. KR heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla. Heimamenn leika í Lengjudeildinni í sumar á meðan KR-ingar stefna á að vera í baráttunn um Íslandsmeistaratitilinn og það mátti sjá á leik liðanna í kvöld. KR skoraði þrjú mörk á tæpum tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og var því 3-0 yfir er flautað var til hálfleiks. Stefán Árni Geirsson kom Vesturbæingum yfir, Stefan Alexander Ljubicic tvöfaldaði forystuna og Pálmi Rafn Pálmason bætti þriðja markinu við. Sigurður Bjartur Hallsson kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði tvívegis í síðari hálfleik, lokatölur 5-0 KR í vil. KR var án margra sterkra leikmanna í kvöld en Finnur Tómas Pálmason og Hallur Hansson eru ekki komnir með leikheimild. Þá voru Kristinn Jónsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig fjarri góðu gamni. Í riðli 1 í A-deild Lengjudeildar kvenna mættust Stjarnan og Selfoss. Gestirnir voru án sterkra leikmanna á borð við Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur þar sem þær eru ekki komnar með leikheimild. Líkt og í Mosfellsbæ voru fimm mörk skoruð en í Garðabænum var það heimaliðið sem skoraði öll mörkin. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í kvöld.vísir/bára Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni yfir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Arna Dís Arnþórsdóttir bætti þriðja markinu við á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Katrín Ásbjörnsdóttir skorað fjórða mark Stjörnunnar. Alma Mathiesen bætti svo fimmta markinu við áður en leiknum lauk. Öruggur 5-0 sigur Stjörnunnar staðreynd. Selfoss var án bæði Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur í kvöld. Fótbolti Íslenski boltinn KR Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira
KR heimsótti Aftureldingu í Mosfellsbæ í riðli 3 í A-deild Lengjubikars karla. Heimamenn leika í Lengjudeildinni í sumar á meðan KR-ingar stefna á að vera í baráttunn um Íslandsmeistaratitilinn og það mátti sjá á leik liðanna í kvöld. KR skoraði þrjú mörk á tæpum tíu mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks og var því 3-0 yfir er flautað var til hálfleiks. Stefán Árni Geirsson kom Vesturbæingum yfir, Stefan Alexander Ljubicic tvöfaldaði forystuna og Pálmi Rafn Pálmason bætti þriðja markinu við. Sigurður Bjartur Hallsson kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði tvívegis í síðari hálfleik, lokatölur 5-0 KR í vil. KR var án margra sterkra leikmanna í kvöld en Finnur Tómas Pálmason og Hallur Hansson eru ekki komnir með leikheimild. Þá voru Kristinn Jónsson og Kjartan Henry Finnbogason einnig fjarri góðu gamni. Í riðli 1 í A-deild Lengjudeildar kvenna mættust Stjarnan og Selfoss. Gestirnir voru án sterkra leikmanna á borð við Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur þar sem þær eru ekki komnar með leikheimild. Líkt og í Mosfellsbæ voru fimm mörk skoruð en í Garðabænum var það heimaliðið sem skoraði öll mörkin. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði fyrsta mark Stjörnunnar í kvöld.vísir/bára Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnunni yfir og Gyða Kristín Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna fyrir hálfleik. Arna Dís Arnþórsdóttir bætti þriðja markinu við á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar hafði Katrín Ásbjörnsdóttir skorað fjórða mark Stjörnunnar. Alma Mathiesen bætti svo fimmta markinu við áður en leiknum lauk. Öruggur 5-0 sigur Stjörnunnar staðreynd. Selfoss var án bæði Sif Atladóttur og Barbáru Sól Gísladóttur í kvöld.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Stjarnan Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Sjá meira