Tæplega 10 þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag Heimir Már Pétursson skrifar 11. febrúar 2022 19:01 Mjög vel hefur gengið að bólusetja bæði börn og fullorðna á Íslandi. Þá hafa tugir þúsunda smitast af covid veirunni þannig að þjóðin ætti að minnsta kosti að vera við það að hafa öðlast hjarðónæmi. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund manns losnuðu úr sóttkví í dag og hún heyrir nú sögunni til vegna tilslakana á sóttvarnaráðstöfunum. Frá miðnætti mega tvö hundruð manns koma saman og opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist. Stefnt er að því að aflétta öllum aðgerðum í lok mánaðar. Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Breytingarnar sem kynntar voru í dag eru tólf dögum fyrr á ferðinni en áætlað var. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr fimmtíu í tvö hundruð manns. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða lengist frá klukkan ellefu til miðnættis en gestir mega sitja inni til klukkan eitt. Grímuskylda verður áfram þar sem ekki er hægt að viðhalda nándarreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að hægt verði að afnema allar sóttvarnaaðgerðir fyrir mánaðamót.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að reglugerð um fjöldatakmarkanir í skólum verði afnumin. „Þannig að grunn- og framhaldsskólanemar fá félagslífið sitt allt til baka. En við höldum okkur við einangrunina,“ segir Willum Þór. Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Selja má veitingar í hléi án takmarkana. Þá er fallið frá kröfu um sóttkví þannig að 9.800 manns losnuðu úr sóttkví strax í dag. Þannig að fólk þarf alls ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingum? Nei bara hafa gát. Fara varlega og ef fólk upplifir eða fær einkenni fara þá í próf. Annars ekki, bara fara varlega,” segir heilbrigðisráðherra. Ragnar Visage Farið sé að ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar um afnám aðgerða í skrefum. Staðan væri enn viðkvæm á Landspítalanum, öðrum heilbrigðisstofnunum og hjúkrunarheimilum þar sem starfsfólk, sjúklingar og heimilisfólk væri enn að smitast. Þess vegna væri skerfið til afnáms allra samkomutakmarkana ekki tekið að fullu strax. “Ef ekkert óvænt gerist getum við aflétt öllu í lok mánaðar,” segir Willum Þór. Þessar tilslakanir eru að sjálfsögðu mikið gleðiefni fyrir alla landsmenn svo lengi sem faraldurinn sækir ekki aftur í sig veðrið. Ferðaþjónustan þrýstir aftur á móti líka á tilslakanir á landamærunum eins og kröfunni um framvísun PCR vottorðs. Heilbrigðisráðherra segir að von sé á tillögum í þeim efnum frá landamærahópnum von bráðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Tengdar fréttir Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48 Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25 Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fleiri fréttir „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. 11. febrúar 2022 13:48
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. 26. janúar 2022 10:25
Ráðherrar skýri nýjar sóttvarnaraðgerðir samdægurs Þingflokkur Viðreisnar hefur farið fram á að ráðherrar gefi Alþingi skýrslu, samdægurs, eða eins fljótt og auðið er, eftir að sóttvarnaraðgerðir eru kynntar eða framlengdar af hálfu stjórnvalda. 17. janúar 2022 10:43