2007... taka tvö? Drífa Snædal skrifar 11. febrúar 2022 12:30 Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum. Skemmst er að minnast þess að bankaskattur var lækkaður tilfinnanlega og svo afnuminn alfarið í COVID-faraldrinum því hann þótti svo íþyngjandi fyrir bankana. Einhverjir héldu jafnvel að skattfrelsi bankana myndi skila sér til viðskiptavina þeirra, en því hefur sannarlega farið fjarri, eins og bæði vaxtamunurinn og þjónustugjöld segja til um. Afkomutölur bankanna sýna hversu mikil mistök þetta voru fyrir almenning, en auðvitað gott fyrir hluthafana og hina fáu sem fá nú meira í vasann. Það eru stef í samfélaginu sem minna óneitanlega á aðdraganda hrunsins; bankasala og ofurbónusar og í viðskiptafréttum má lesa um áhyggjur af því að að fyrirtæki erlendis séu að bera víurnar í okkar afburða viðskiptasnillinga og því þurfi þeir hærri laun og meiri bónusa. Á sama tíma hefur launafólk þessara sömu fyrirtækja tekið á sig óvissu, álag og í einhverjum tilvikum kjaraskerðingar í gegnum lækkað starfshlutfall eða vegna uppsagna og endurráðninga á lakari kjörum. Önnur kunnugleg stef frá því fyrir hrun eru hugmyndir um að láta fjármagnseigendur í auknum mæli stýra velferðarþjónustu, nú heitir þetta: „Það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna“. Jú það skiptir máli og við vitum afleiðingarnar af því að fjármagnseigendur eigi að sinna grunnþörfum. Húsnæðismarkaðurinn er gott dæmi þar sem hann hefur of lengi verið leikvöllur fjármagnsins og étið upp launahækkanir þeirra sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Vegna niðurrifs heilbrigðisþjónustunnar er fólk sem hefur fjárráð farið að greiða himinháar upphæðir til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Heilsa, lífslíkur og velferð eru sífellt meira tengd stétt og fjárhag og eftir því sem markaðurinn fær meiru ráðið um grunnþjónustuna verður gjáin dýpri. Blikur eru á lofti um aðbúnað, kjör og lífsgæði fólks. Kjarasamningar eru lausir í haust en fyrir þann tíma þarf að grípa þau heimili sem eru í mestum vanda, hafa ekki notið kjarabóta eða þurft að taka á sig stóraukin útgjöld. Verkalýðshreyfingin er sterkasti málsvari vinnandi fólks og alls almennings. Félagar í stéttarfélögum eiga heimtingu á þau sem eru kjörin til verka að við beitum baráttuafli okkar þar sem þess er þörf en ekki hvert gegn öðru. Stærstu sigrarnir og mestu lífsgæðin koma með samstilltri hreyfingu. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á meðan hitastigið vegna stjórnarkjörs Eflingar hækkar og ásakanir og gífuryrði ganga á víxl tilkynnir Seðlabankinn um vaxtahækkun sem mun rýra kjör skuldsettra heimila. Bankar skila gríðarlegum hagnaði en sá hagnaður skilar sér ekki til samneyslunnar nema í gegnum eignarhlut ríkisins á Landsbankanum. Skemmst er að minnast þess að bankaskattur var lækkaður tilfinnanlega og svo afnuminn alfarið í COVID-faraldrinum því hann þótti svo íþyngjandi fyrir bankana. Einhverjir héldu jafnvel að skattfrelsi bankana myndi skila sér til viðskiptavina þeirra, en því hefur sannarlega farið fjarri, eins og bæði vaxtamunurinn og þjónustugjöld segja til um. Afkomutölur bankanna sýna hversu mikil mistök þetta voru fyrir almenning, en auðvitað gott fyrir hluthafana og hina fáu sem fá nú meira í vasann. Það eru stef í samfélaginu sem minna óneitanlega á aðdraganda hrunsins; bankasala og ofurbónusar og í viðskiptafréttum má lesa um áhyggjur af því að að fyrirtæki erlendis séu að bera víurnar í okkar afburða viðskiptasnillinga og því þurfi þeir hærri laun og meiri bónusa. Á sama tíma hefur launafólk þessara sömu fyrirtækja tekið á sig óvissu, álag og í einhverjum tilvikum kjaraskerðingar í gegnum lækkað starfshlutfall eða vegna uppsagna og endurráðninga á lakari kjörum. Önnur kunnugleg stef frá því fyrir hrun eru hugmyndir um að láta fjármagnseigendur í auknum mæli stýra velferðarþjónustu, nú heitir þetta: „Það skiptir ekki máli hver veitir þjónustuna“. Jú það skiptir máli og við vitum afleiðingarnar af því að fjármagnseigendur eigi að sinna grunnþörfum. Húsnæðismarkaðurinn er gott dæmi þar sem hann hefur of lengi verið leikvöllur fjármagnsins og étið upp launahækkanir þeirra sem eru í viðkvæmustu stöðunni. Vegna niðurrifs heilbrigðisþjónustunnar er fólk sem hefur fjárráð farið að greiða himinháar upphæðir til að sækja sér heilbrigðisþjónustu. Heilsa, lífslíkur og velferð eru sífellt meira tengd stétt og fjárhag og eftir því sem markaðurinn fær meiru ráðið um grunnþjónustuna verður gjáin dýpri. Blikur eru á lofti um aðbúnað, kjör og lífsgæði fólks. Kjarasamningar eru lausir í haust en fyrir þann tíma þarf að grípa þau heimili sem eru í mestum vanda, hafa ekki notið kjarabóta eða þurft að taka á sig stóraukin útgjöld. Verkalýðshreyfingin er sterkasti málsvari vinnandi fólks og alls almennings. Félagar í stéttarfélögum eiga heimtingu á þau sem eru kjörin til verka að við beitum baráttuafli okkar þar sem þess er þörf en ekki hvert gegn öðru. Stærstu sigrarnir og mestu lífsgæðin koma með samstilltri hreyfingu. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun