Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 14:01 Joe Burrow með bikarinn sem Cincinnati Bengals fékk fyrir sigur í Ameríkudeildinni. AP/Charlie Riedel Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira