Áform borgarinnar minni á ævintýri H. C. Andersen Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. febrúar 2022 20:00 Formaður Fuglaverndar líst skelfilega á áform um landfyllingu í Skerjafirði. vísir/egill Formaður Fuglaverndar segir áformaða landfyllingu í Skerjafirði eyðileggja einstakt fuglalíf í borgarlandinu. Íbúar safna nú undirskriftum til að stöðva framkvæmdina og eru vongóðir um að stjórnmálamenn séu meðfærilegri nú rétt fyrir kosningar. Landfyllingin er liður í öðrum áfanga hins svokallaða Nýja Skerjafjarðar, sem er verkefni borgarinnar um að stækka Skerjafjörð verulega og bæta þar við 1.300 nýjum íbúðum. Verið er að vinna umhverfismat fyrir framkvæmd landfyllingarinnar. Mynd af verkefninu um nýja Skerjafjörð. Rauðlitaða svæðið er fyrsti áfangi þess, sem hefur þegar verið samþykktur og framkvæmdir á honum ættu að hefjast innan skamms. Græna svæðið sýnir annan áfanga, sem landfyllingin tilheyrir. Landfyllingin er enn í umhverfismati og áfanginn fer því ekki af stað alveg strax. Og þetta eru náttúvuverndarsinnar ekki sáttir með því hér í fjörunni má finna einstakt fuglalíf. Ólafur Nielsen er fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar. Honum líst skelfilega á þessi áform borgarinnar. „Það er verið að eyðileggja víkina og tortíma því lífríki sem er hérna. Það er eitt af því sem að gerir þetta útivistarsvæði sem að fjaran er skemmtilegt það er það fuglalíf sem er hérna, sem við njótum þegar við göngum stíginn,“ segir Ólafur. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. Hér má sjá margæsir spóka sig í fjöru sem er þeim að skapi. Reyndar erlendri, enda fækkar þeim fjörum ört sem henta margæsinni hér á höfuðborgarsvæðinu.getty/w. wisniewski „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur. Lag að komast að hjarta stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar Íbúar Skerjafjarðar eru margir mjög á móti landfyllingunni og nú hefur á annað hundrað manns sett nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla henni undir yfirskriftinni Friðum fjöruna. Jón Þór Víglundsson er einn íbúanna sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum bara rétt að byrja. Nú er lag að komast að hjarta stjórnmálamannsins þegar hann er að sækjast eftir endurkjöri,“ segir Jón. Jón Þór hefur búið í Skerjafirði í fjölda ára.vísir/egill „Allir flokkarnir fjórir sem að mynda meirihluta í Reykjavík núna hafa það á sinni grunnstefnuskrá að vernda náttúruna. Við höfum rakið tækifæri til þess núna.“ Næturgali keisarans í Kína Borgin hefur þó boðað mótvægisaðgerðir og sagst ætla að gera tilraun til að endurskapa eins fjöru við landfyllinguna. Ólafur efast um að það gangi eftir og segir málið minna sig á ævintýri H.C. Andersen um næturgala keisarans í Kína. „Hann var með næturgala sem honum hugnaðist ekki í lokin og lét byggja fyrir sig upptrekktan næturgala sem átti að koma í staðinn fyrir þann náttúrulega. Við erum með djásn hérna. Þeir ætla að eyðileggja það og síðan á að byggja nýtt,“ segir Ólafur. Dýr Fuglar Umhverfismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. 25. janúar 2022 21:45 Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Landfyllingin er liður í öðrum áfanga hins svokallaða Nýja Skerjafjarðar, sem er verkefni borgarinnar um að stækka Skerjafjörð verulega og bæta þar við 1.300 nýjum íbúðum. Verið er að vinna umhverfismat fyrir framkvæmd landfyllingarinnar. Mynd af verkefninu um nýja Skerjafjörð. Rauðlitaða svæðið er fyrsti áfangi þess, sem hefur þegar verið samþykktur og framkvæmdir á honum ættu að hefjast innan skamms. Græna svæðið sýnir annan áfanga, sem landfyllingin tilheyrir. Landfyllingin er enn í umhverfismati og áfanginn fer því ekki af stað alveg strax. Og þetta eru náttúvuverndarsinnar ekki sáttir með því hér í fjörunni má finna einstakt fuglalíf. Ólafur Nielsen er fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar. Honum líst skelfilega á þessi áform borgarinnar. „Það er verið að eyðileggja víkina og tortíma því lífríki sem er hérna. Það er eitt af því sem að gerir þetta útivistarsvæði sem að fjaran er skemmtilegt það er það fuglalíf sem er hérna, sem við njótum þegar við göngum stíginn,“ segir Ólafur. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. Hér má sjá margæsir spóka sig í fjöru sem er þeim að skapi. Reyndar erlendri, enda fækkar þeim fjörum ört sem henta margæsinni hér á höfuðborgarsvæðinu.getty/w. wisniewski „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur. Lag að komast að hjarta stjórnmálamanna rétt fyrir kosningar Íbúar Skerjafjarðar eru margir mjög á móti landfyllingunni og nú hefur á annað hundrað manns sett nafn sitt á undirskriftalista til að mótmæla henni undir yfirskriftinni Friðum fjöruna. Jón Þór Víglundsson er einn íbúanna sem stendur fyrir undirskriftasöfnuninni. „Við erum bara rétt að byrja. Nú er lag að komast að hjarta stjórnmálamannsins þegar hann er að sækjast eftir endurkjöri,“ segir Jón. Jón Þór hefur búið í Skerjafirði í fjölda ára.vísir/egill „Allir flokkarnir fjórir sem að mynda meirihluta í Reykjavík núna hafa það á sinni grunnstefnuskrá að vernda náttúruna. Við höfum rakið tækifæri til þess núna.“ Næturgali keisarans í Kína Borgin hefur þó boðað mótvægisaðgerðir og sagst ætla að gera tilraun til að endurskapa eins fjöru við landfyllinguna. Ólafur efast um að það gangi eftir og segir málið minna sig á ævintýri H.C. Andersen um næturgala keisarans í Kína. „Hann var með næturgala sem honum hugnaðist ekki í lokin og lét byggja fyrir sig upptrekktan næturgala sem átti að koma í staðinn fyrir þann náttúrulega. Við erum með djásn hérna. Þeir ætla að eyðileggja það og síðan á að byggja nýtt,“ segir Ólafur.
Dýr Fuglar Umhverfismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. 25. janúar 2022 21:45 Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01 Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Formanni VG í Reykjavík finnst áform um landfyllingu galin Formaður Vinstri grænna í Reykjavík leggst harðlega gegn áformum meirihlutans í borginni um að gera landfyllingu í náttúrulega fjöru í Skerjafirði. Þetta fari gegn náttúruverndaráherslum flokksins. 25. janúar 2022 21:45
Löngu horfið listaverk gæti litið dagsins ljós á ný Verði landfylling í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði að veruleika eru hugmyndir uppi um að listaverk sem löngu er horfið ofan í fjöruna verði grafið upp og komið fyrir á nýjum stað. 23. janúar 2022 10:01
Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. 3. desember 2021 13:56