Methagnaður hjá Skeljungi sem verður SKEL Fjárfestingafélag Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2022 21:37 Orkan er hluti af Skeljungi. Vísir/Vilhelm Skeljungur hagnaðist um 6,9 milljarða króna í fyrra og hefur hagnaður fyrirtækisins aldrei verið meiri á einu ári. Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL Fjárfestingafélag. Heildarhagnaður Skeljungs í fyrra var 6.932 milljónir króna en hann hækkaði um 5.845 milljónir á milli ára en hann var 1.087 milljónir árið 2020. Tekjur voru 33.903 milljónir, samanborið við 25.643 milljónir árið 2020. Eigið fé var 16.448 milljónir, samanborið við 9.921 milljón árið 2020 og handbært fé frá rekstri var 2.754 milljónir, samanborið við 1.812 milljónir árið 2020. Skeljungur var stofnaður árið 1928 og var félagið rekið sem olíufélag í 93 ár. Nú er sá tími liðinn. Í kynningu Skeljungs vegna ársuppgjörs þess segir að áhersla verði lögð á þróun á nýjum tækifærum með félögum í eignasafni með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Áhugasamir geta kynnt sér uppgjör Skeljungs frekar hér. Í tilkynningu frá Skeljungi er haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, forstjóra, að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægð og stolt af árangri síðasta árs. „Samhliða skipulagsbreytingum, sölu dótturfélagsins P/F Magn í Færeyjum og rekstrarlegri uppskiptingu með stofnun þriggja dótturfélaga tókst samstæðunni að skila bestu EBITDA afkomu frá upphafi. Þá skilaði Skeljungur mesta hagnaði í sögu félagsins eða rúmlega 6,9 milljörðum króna. Starfsfólk félagsins á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt í þessum stóru verkefnum. Afkoma fjórða ársfjórðungs var góð og batnaði verulega milli ára, einkum af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar á Íslandi. Rekstur Löðurs og Dælunnar varð hluti af samstæðu Skeljungs frá og með 1. ágúst. Lyfsalinn, sem er 58% í eigu Skeljungs, keypti Lyfjaval sem m.a. rekur bílaapótekið í Hæðasmára. Rekstur Lyfsalans kom inn í samstæðuna á fjórða ársfjórðungi samhliða viðbótarfjárfestingu okkar í Lyfsalanum. Með þessum nýju félögum höfum við fjölgað tekjustoðum, aukið fjölbreytileika og styrkt félagið til framtíðar. Skeljungur ákvað að skerpa á áherslum í rekstri með stofnun þriggja dótturfélaga sem er að fullu í eigu félagsins þ.e. Orkan IS ehf., félag í smásölu , Skeljungur IS ehf., sala til fyrirtækja og heildsala og Gallon ehf., rekstur birgðastöðva. Uppskiptingin kom til framkvæmda þann 1. desember 2021. Byrjunin í rekstri þessara félaga lofar mjög góðu. Vinna við frágang á sölu fasteigna stendur yfir en með sölu þeirra mun Skeljungur eignast hlutafé í Kaldalóni hf. og fasteignarþróunarfélagi með Reir. Stefnt er að því að ljúka þeim viðskiptum á fyrsta ársfjórðungi 2022. Við sölu fasteigna, eignarhluta í Magn og rekstrarlega uppskiptingu verður til sterkt móðurfélag með mikla fjárfestingagetu. Áherslan verður á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga. Fyrir aðalfund 2022 liggur fyrir tillaga um að breyta nafni félagsins í SKEL fjárfestingafélag. Það er ný og spennandi vegferð framundan fyrir félagið og dótturfélög þess.“ Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Kauphöllin Tengdar fréttir Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. 4. febrúar 2022 17:44 Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11. janúar 2022 12:09 Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23. desember 2021 07:57 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Heildarhagnaður Skeljungs í fyrra var 6.932 milljónir króna en hann hækkaði um 5.845 milljónir á milli ára en hann var 1.087 milljónir árið 2020. Tekjur voru 33.903 milljónir, samanborið við 25.643 milljónir árið 2020. Eigið fé var 16.448 milljónir, samanborið við 9.921 milljón árið 2020 og handbært fé frá rekstri var 2.754 milljónir, samanborið við 1.812 milljónir árið 2020. Skeljungur var stofnaður árið 1928 og var félagið rekið sem olíufélag í 93 ár. Nú er sá tími liðinn. Í kynningu Skeljungs vegna ársuppgjörs þess segir að áhersla verði lögð á þróun á nýjum tækifærum með félögum í eignasafni með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi. Áhugasamir geta kynnt sér uppgjör Skeljungs frekar hér. Í tilkynningu frá Skeljungi er haft eftir Ólafi Þór Jóhannessyni, forstjóra, að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægð og stolt af árangri síðasta árs. „Samhliða skipulagsbreytingum, sölu dótturfélagsins P/F Magn í Færeyjum og rekstrarlegri uppskiptingu með stofnun þriggja dótturfélaga tókst samstæðunni að skila bestu EBITDA afkomu frá upphafi. Þá skilaði Skeljungur mesta hagnaði í sögu félagsins eða rúmlega 6,9 milljörðum króna. Starfsfólk félagsins á miklar þakkir skildar fyrir framlag sitt í þessum stóru verkefnum. Afkoma fjórða ársfjórðungs var góð og batnaði verulega milli ára, einkum af áframhaldandi starfsemi samstæðunnar á Íslandi. Rekstur Löðurs og Dælunnar varð hluti af samstæðu Skeljungs frá og með 1. ágúst. Lyfsalinn, sem er 58% í eigu Skeljungs, keypti Lyfjaval sem m.a. rekur bílaapótekið í Hæðasmára. Rekstur Lyfsalans kom inn í samstæðuna á fjórða ársfjórðungi samhliða viðbótarfjárfestingu okkar í Lyfsalanum. Með þessum nýju félögum höfum við fjölgað tekjustoðum, aukið fjölbreytileika og styrkt félagið til framtíðar. Skeljungur ákvað að skerpa á áherslum í rekstri með stofnun þriggja dótturfélaga sem er að fullu í eigu félagsins þ.e. Orkan IS ehf., félag í smásölu , Skeljungur IS ehf., sala til fyrirtækja og heildsala og Gallon ehf., rekstur birgðastöðva. Uppskiptingin kom til framkvæmda þann 1. desember 2021. Byrjunin í rekstri þessara félaga lofar mjög góðu. Vinna við frágang á sölu fasteigna stendur yfir en með sölu þeirra mun Skeljungur eignast hlutafé í Kaldalóni hf. og fasteignarþróunarfélagi með Reir. Stefnt er að því að ljúka þeim viðskiptum á fyrsta ársfjórðungi 2022. Við sölu fasteigna, eignarhluta í Magn og rekstrarlega uppskiptingu verður til sterkt móðurfélag með mikla fjárfestingagetu. Áherslan verður á að styrkja núverandi rekstrarfélög auk annarra fjárfestinga. Fyrir aðalfund 2022 liggur fyrir tillaga um að breyta nafni félagsins í SKEL fjárfestingafélag. Það er ný og spennandi vegferð framundan fyrir félagið og dótturfélög þess.“
Bensín og olía Skel fjárfestingafélag Kauphöllin Tengdar fréttir Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. 4. febrúar 2022 17:44 Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11. janúar 2022 12:09 Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23. desember 2021 07:57 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Forstjóri Skeljungs hættir óvænt vegna upplifunar samstarfskonu Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri. Hann vísar til þess að honum hafi borist tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfskonu sem segir hann hafa farið yfir mörk í samskiptum þeirra fyrir sautján árum. 4. febrúar 2022 17:44
Ekki skýrt á hvaða vegferð Skeljungur er að mati Gildis Miklar breytingar hjá Skeljungi og óljós vegferð félagsins voru á meðal þeirra þátta sem höfðu áhrif á ákvörðun Gildis lífeyrissjóðs um að selja megnið af eignarhlutum sínum Skeljungi. Þetta segir Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis. 11. janúar 2022 12:09
Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. 23. desember 2021 07:57