Þurfa að hlaupa 76 kílómetra á dag til að vera „frábær“ í starfi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. febrúar 2022 20:00 Óraunhæfar kröfur eru gerðar til ræstingafólks sem brjóta í bága við vinnuverndarlöggjöf að mati Vinnueftirlitsins. Til að ná því sem er skilgreint sem „frábær árangur“ í starfi heilan vinnudag er ætlast til vinnuálags sem samræmist því að hlaupa næstum tvö maraþon. Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi. Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þessi viðmið má finna í kjarasamningi ræstingarfólks við atvinnurekendur. Í þeim er fylgiskjal þar sem tekin eru dæmi um mismunandi vinnuhraða eftir flóknum mælikvörðum og starfsmenn skilgreindir út frá þeim á hátt sem Starfsgreinasambandinu þykir óviðeigandi. Það hefur áhrif á laun ræstingarfólks í hvaða flokki það er skilgreint. Frábær starfsmaður endist ekki lengi Tökum dæmi um lýsingu á starfsmanni sem vinnur eftir hraða á lægsta mælikvarða: „Starfsmaður er mjög hægfara og klaufalegur og hefur fálmkenndar hreyfingar, virðist hálfsofandi og áhugalaus um starfið,“ segir þar. Þessi vinnuhraði er sambærilegur því álagi á líkamann sem verður við að ganga á rúmlega þriggja hraða kílómetra á klukkustund. Og starfsmanni á besta mælikvarða er lýst svona: „Vinnur einstaklega hratt og af ákafa og einbeitni sem ekki er líklegt að endist lengi. Frábær árangur í starfi sem aðeins örfáir starfsmenn ná.“ Það álag jafngildir því að vera á 9,6 kílómetra hraða á klukkustund. Þessa mælikvarða má finna í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins. Þessir kvarðar eru einn af fjölmörgum þáttum sem hafa áhrif á laun ræstingafólks.skjáskot/Kjarasamningar SA og SGS Álag fyrir atvinnuíþróttamenn Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir ljóst að þetta séu gjörsamlega óraunhæfir mælikvarðar: „Ef þú ert á hámarksvinnukvarðanum þá er eins og þú labbir 9,6 kílómetra á klukkustund. Ef þú ert að labbar 9,6 kílómetra á klukkustund í átta tíma á dag þá átt þú að vera að gera eitthvað annað. Þú átt að vera að keppa í einhverri íþrótt,“ segir Flosi. Og þarna ýkir hann ekki. Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.Vísir/Sigurjón Ef gengið eða öllu heldur hlaupið er á þessum hraða í um átta tíma á dag jafngildir það því að fara næstum tvö maraþon, eða um 76 kílómetra. Það er lengri vegalend en þegar gengið er frá Reykjavík til Borgarness. 76 kílómetrar eru næstum því tvö maraþon og rúmlega leiðin frá Reykjavík að Borgarnesi.vísir/ragnar Það gerir það ekki nokkur maður er það? „Jú, starfsfólk í ræstingu gerir það,“ segir Flosi. Þó auðvitað sé ljóst að það séu ekki margir í þeim bransa sem vinni eftir þessum mesta vinnuhraða allan daginn alla daga. Hversu margir heldurðu að geri það? „Það er ómögulegt um að segja og það er enginn sem heldur það út lengi,“ segir Flosi. Svona vinnuálagi fylgi gjarnan mikil stoðkerfisvandamál. Starfsgreinasambandið hefur reynt að fá þessa mælikvarða út úr kjarasamningum án árangurs. Stangast á við vinnuverndarlög Sambandið sendi því fyrirspurn á Vinnueftirlit ríkisins og bað það um að meta hvort þessir mælikvarðar séu eðlilegir. Og svarið er skýrt. Þar segir orðrétt að mælikvarðinn „sé ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaganna og góða vinnuvernd. Mælt er með því að þegar mat er lagt á álag starfsfólks í vinnu verði verkefi og vinnuaðstæður starfsfólks tekið til sérstakar skoðunar.“ Þar segir Vinnueftirlið að þessir mælikvarðar í kjarasamningum ræstingarfólks séu ekki í samræmi við markmið vinnuverndarlaga og góða vinnuvernd. „Það er mjög alvarlegt. Og hvað það þýðir kemur í ljós á næstu vikum og í kjarasamningunum í haust,“ segir Flosi.
Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira