Skaust upp í loftið af pallbíl og fær tólf milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2022 15:19 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tryggingarfélagið Sjóvá-Almennar þarf að greiða verkamanni sem starfaði hjá Reykjavíkurborg tólf milljónir króna í skaðabætur, eftir að hann féll af palli rafmagnsbíls er bílnum var ekið í holu, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið af pallinum og slasaðist. Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Slysið átti sér stað fyrir nokkrum árum. Gerðist það á lokuðu vinnusvæði í borginni. Þar var rafmagnsbíll með palli notaður til að flytja starfsmenn innan svæðisins. Verkamaðurinn lýsti slysinu á þann hátt að hann hafi verið beðinn um að setjast á pall bílsins. Yfirmaður hans og annar starfsmaður sátu í sætum bílsins. Bílnum var ekið eftir holóttum malarvegi. Á leiðinni var bílnum ekið ofan í holu á veginum, með þeim afleiðingum að verkamaðurinn skaust upp í loftið, af pallinum, beint á bakið. Dómkvaddir matsmenn mátu varanlega örorku mannsins 25 prósent eftir slysið. Krafðist maðurinn bóta á þeim grundvelli, alls tólf milljóna króna. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá en tryggingafélagið hafnaði bótaskyldu í málinu. Tekist á um hvort honum hafi verið bannað að setjast á pallinn Fór málið því fyrir til dómstóla. Ekki var tekist á um að hvort að afleiðingar slyssins væru rétt metnar, heldur eingöngu hver bæri ábyrgð á því. Verkamaðurinn vildi meina að vinnuveitandinn bæri ábyrgð, en tryggingafélagið hélt því fram að hann sjálfur bæri ábyrgð á slysinu. Reykjavíkurborg var með ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá.Vísir/Hanna Taldi tryggingafélagið að brýnt hefði verið fyrir starfsmönnum að setjast ekki á umræddan pall, og var þar vísað til upplýsinga frá yfirverkstjóra mannsins þar sem kom fram að hann hefði áður áminnt verkamanninn fyrir að hafa tekið sér sæti á palli bílsins. Slysið hafi verið óhappatilvik sem enginn bæri skaðabótaábyrgð á. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að ágreiningurinn í málinu hafi í meginatriðum snúið um það hvort að annar starfsmaður hafi sagt verkamanninum að setjast á pallinn, eða hvort honum hafi áður verið bannað að setjast á pallinn. Fram kom í vitnisburði verkamannsins að hann hafi ekki vitað að bannað væri að sitja á pallinum. Annar starfsmaður, sem yfirverkstjórinn sagðist hafa falið að brýna fyrir starfsmönnum að sitja ekki á pallinum, gat ekki staðfest að verkamaðurinn hefði fengið þær upplýsingar. Slysið varð vegna þess að ekið var af stað án þess að gæta að hleðslu bílsins Í niðurstöðu héraðsdóms segir að rekja megi slysið til þess að ökumaður bílsins hafi ekið af stað með farþega á pallinum. Þátt í því átti aðgæsluleysi yfirverkstjórans, sem hefði getað komið í veg fyrir slysið með því að gæta að hleðslu bílsins sem hún sat í hjá undirmanni sínum áður en hann ók af stað af slíku gáleysi, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Verkamaðurinn er af erlendu bergi brotinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Vísir/Vilhelm. „Yfirverkstjóranum hefði enn fremur verið rétt að ganga úr skugga um að stefnandi, sem ekki talar íslensku, skildi þau fyrirmæli sem hún kveðst hafa gefið honum og fylgdi þeim. Yfirverkstjórinn og ökumaður bílsins voru starfsmenn fyrrum vinnuveitanda stefnanda, sem ber sem vinnuveitandi þeirra bótaábyrgð á framangreindri saknæmri háttsemi þeirra beggja,“ segir í dómi héraðsdóms. Féllst héraðsdómur því á að Reykjavíkurborg bæri skaðabótaábyrgð á slysinu og Sjóvá bæri að bæta tjónið. Þarf tryggingarfélagið því að greiða verkamanninum 12,3 milljónir króna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira