Þurfti aðstoð lögreglu fyrir utan þinghúsið Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:33 Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA Lögreglan í London þurfti að koma Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, til aðstoðar eftir að æstir mótmælendur veittust að honum fyrir utan þinghúsið. Mótmælendurnir hópuðust að Starmer og öskruðu „svikari“ og „Jimmy Savile“. Breskir þingmenn beina spjótum sínum að Boris Johnson, forsætisráðherra, í kjölfar atviksins en hann hafði nýverið haldið því fram að Starmer hefði mistekist að lögsækja barnaníðinginn alræmda Jimmy Savile á árum áður. Þar var um gamla og ósanna sögu að ræða. Einn aðstoðarmanna Johnsons sagði upp störfu í kjölfar þess að forsætisráðherrann lét þessi ummæli falla. Sjá einnig: Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Í frétt Sky News segir að einhverjir mótmælendanna hafi verið að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna faraldurs kórónuveirunnar en margir hafi heyrst saka Starmer um að verja barnaníðinga. Hér má sjá tíst eins Davids Lammy, þingmanns Verkamannaflokksins, sem kennir Boris Johnson um atvikið. Hann var á staðnum. No surprise the conspiracy theorist thugs who harassed @Keir_Starmer & I repeated slurs we heard from @BorisJohnson last week at the despatch box.Intimidation, harassment and lies have no place in our democracy. And they won t ever stop me doing my job. pic.twitter.com/Io4JBJoHfQ— David Lammy (@DavidLammy) February 7, 2022 Í frétt Guardian segir að það séu ekki bara þingmenn Verkamannaflokksins sem séu reiðir út í Johnson vegna atviksins. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins hafi gagnrýnt forsætisráðherrann og þar á meðal eru þingmenn sem hafa opinberað að þau vilji losna við Johnson sem leiðtoga flokksins. Johnson sjálfur sagði á Twitter að hegðun fólksins í garð leiðtoga stjórnarandstöðunnar væri fyrir neðan allar hellur og að áreiti í garð stjórnmálamanna væri óásættanlegt. The behaviour directed at the Leader of the Opposition tonight is absolutely disgraceful. All forms of harassment of our elected representatives are completely unacceptable.I thank the police for responding swiftly.— Boris Johnson (@BorisJohnson) February 7, 2022 Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Breskir þingmenn beina spjótum sínum að Boris Johnson, forsætisráðherra, í kjölfar atviksins en hann hafði nýverið haldið því fram að Starmer hefði mistekist að lögsækja barnaníðinginn alræmda Jimmy Savile á árum áður. Þar var um gamla og ósanna sögu að ræða. Einn aðstoðarmanna Johnsons sagði upp störfu í kjölfar þess að forsætisráðherrann lét þessi ummæli falla. Sjá einnig: Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Í frétt Sky News segir að einhverjir mótmælendanna hafi verið að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna faraldurs kórónuveirunnar en margir hafi heyrst saka Starmer um að verja barnaníðinga. Hér má sjá tíst eins Davids Lammy, þingmanns Verkamannaflokksins, sem kennir Boris Johnson um atvikið. Hann var á staðnum. No surprise the conspiracy theorist thugs who harassed @Keir_Starmer & I repeated slurs we heard from @BorisJohnson last week at the despatch box.Intimidation, harassment and lies have no place in our democracy. And they won t ever stop me doing my job. pic.twitter.com/Io4JBJoHfQ— David Lammy (@DavidLammy) February 7, 2022 Í frétt Guardian segir að það séu ekki bara þingmenn Verkamannaflokksins sem séu reiðir út í Johnson vegna atviksins. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins hafi gagnrýnt forsætisráðherrann og þar á meðal eru þingmenn sem hafa opinberað að þau vilji losna við Johnson sem leiðtoga flokksins. Johnson sjálfur sagði á Twitter að hegðun fólksins í garð leiðtoga stjórnarandstöðunnar væri fyrir neðan allar hellur og að áreiti í garð stjórnmálamanna væri óásættanlegt. The behaviour directed at the Leader of the Opposition tonight is absolutely disgraceful. All forms of harassment of our elected representatives are completely unacceptable.I thank the police for responding swiftly.— Boris Johnson (@BorisJohnson) February 7, 2022
Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17