Segir ásakanir um kynferðisbrot vera misskilning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. febrúar 2022 07:01 Hvarf Peng Shuai eftir að hún sakaði fyrrverandi forsætisráðherra Kína um naðugun vakti mikla athygli á heimsvísu. AP/Andy Wong Peng Shuai, kínverska tenniskonan sem gufaði upp af yfirborði jarðar í nokkrar vikur síðasta haust eftir að ásaka háttsettan mann innan kínversku ríkisstjórnarinnar um kynferðisbrot, segir málið vera byggt á misskilningi. Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar. Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Í nóvember á síðasta ári setti Peng Shuai inn færslu á samfélagsmiðilinn Weibo þar sem hún ásakaði Zhang Gaoli, fyrrverandi varaforseta Kína, um að hafa nauðgað sér. Færslunni var eytt stuttu síðar sem og nær öllum upplýsingum um Peng Shuai á veraldarvefnum. Segja má að Peng Shuai hafi í kjölfarið horfið af yfirborði jarðar. Loks nokkrum vikum eftir hvarf hennar ræddu forsvarsmenn Alþjóðaólympíunefndarinnar við hana í gegnum myndbandssímtal. Þar sagði Peng Shuai að sér liði vel og hún væri örugg á heimili sínu í Peking. Fullyrðing sem fjölmiðlar efuðust um að væri sönn og talið var að hún væri í stofufangelsi á eigin heimili. Nú hefur Peng Shuai skotið upp kollinum á nýjan leik en hún ræddi við fjölmiðla á mánudag vegna Vetrarólympíuleikanna sem nú fara fram í Kína. Þar segir hún að ásakanir hennar á hendur Zhang Gaoli hafi verið byggðar á misskilningi. Hún sagði slíkt hið sama í kínverskum fjölmiðlum í desember á síðasta ári. Einnig sagði tenniskonan að hún hefði aldrei gefið til kynna að brotið hefði verið á henni kynferðislega og að hún hefði sjálf eytt færslunni á Weibo. Shuai sagðist lifa eðlilegu lífi en gaf hins vegar í skyn að tennisferli hennar væri lokið. Verandi orðin 36 ára gömul og með slæm hné sem hafa þurft fleiri en eina aðgerð þá sjái hún ekki fyrir sér að snúa aftur á tennisvöllinn. Viðtal Shuai hefur vakið mikla athygli enda ekki um hefðbundið viðtal að ræða. Til að mega ræða við tenniskonuna fyrrverandi þurfa fjölmiðlar að senda spurningar sínar fyrir fram. Þá var meðlimur ólympíunefndar Kína á staðnum og sá hann um að þýða bæði spurningar og svör. Chinese tennis player Peng Shuai gave a controlled interview that touched on the sexual assault allegations she made against a former high-ranking member of China's ruling Communist Party.Her answers left many unanswered questions. https://t.co/FOApVUieB9— The Associated Press (@AP) February 7, 2022 Alþjóðatennissambandið hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuleikanna fyrir að taka ekki betur á máli Peng Shuai. Alþjóðatennissambandið hefur hætt við allt mótahald í Kína en það sama verður ekki sagt um Ólympíuhreyfinguna. Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Peking í Kína. Leikarnir hófust 4. febrúar og lýkur 20. febrúar.
Tennis Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Kína Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira