Hófí Dóra reyndi að bjarga hnjánum: „Heyrði bara lækni öskra á mig: Er í lagi með þig?“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2022 12:00 Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir lenti af krafti í öryggisnetinu við brautina í Peking. Getty/Tom Pennington „Auðvitað er þetta alltaf smá sjokk,“ segir Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir sem hlaut nokkuð slæma byltu í keppni í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking í dag. Hún hófst á loft og skall í öryggisnet við brautina en segist hafa sloppið vel. Hólmfríður birti myndband af byltunni á Instagram skömmu eftir keppni og lét vita af því að það væri í lagi með sig: Klippa: Hólmfríður Dóra féll í brekkunni „Ég sá á vídjói eftir á að ég lendi frekar illa í netinu, og kremst þar eiginlega saman, en ég er svo þakklát fyrir að þetta net hafi verið svona nálægt. Það sést kannski ekki í sjónvarpi hve brattir bakkarnir eru og ef ég hefði ekki lent í netinu hefði ég runnið á maganum lengi, eins og sást svo í seinni ferðinni hjá sumum af stelpunum,“ segir Hólmfríður Dóra, eða Hófí eins og hún er oft kölluð. „Ég tel mig frekar heppna að hafa lent svona í netinu, og svo á þessum kubbi sem ég festist í. Ég heyrði bara lækni öskra á mig: Er í lagi með þig? Ég náði að svara honum og segja já. Vanalega réttir maður upp hönd til að sýna öllum í kring að það sé í lagi með mann, en ég var bara pikkföst þó ég hafi svo náð að losa mig fljótt,“ bætir hún við. Eftir að Hólmfríður Dóra hófst á loft segist hún aðeins hafa hugsað um að vernda sig sem best gagnvart meiðslum, sér í lagi hnémeiðslum.Getty/Tom Pennington Hólmfríður lenti illa á mjöðminni en með því að kæla hana í dag vonast hún til þess að vakna spræk á morgun, tilbúin í svigkeppnina sem fram fer aðfaranótt miðvikudags. Þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“ „Mér gekk frekar vel þarna í fyrsta brattanum en svo í sjöundu eða níundu beygju missi ég pressuna á ytra skíðinu, og missi það aðeins frá mér. Skíðin eru náttúrulega ótrúlega beitt, og grípa í snjóinn, og þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“. Þegar maður er kominn svona hátt upp í loftið þá hugsar maður aðallega um að reyna að bjarga hnjánum og líkamanum öllum. Mér líður bara ágætlega. Ég lenti svolítið harkalega á mjöðminni en við erum að kæla hana aðeins og þá verð ég góð. Þetta lítur vel út og ég er bara mjög sátt að ekki fór verr því það er mjög dæmigert að svona bylta valdi hnjámeiðslum. Maður hefur oft séð stelpur slíta krossbönd í svona dettu og ég er mjög þakklát fyrir að sleppa við það.“ Áður en að Hólmfríður Dóra skíðaði af stað í dag sá hún tvöfalda ólympíumeistarann og sexfalda heimsmeistarann Mikaelu Shiffrin falla út á svipuðum stað og Hólmfríður féll. "It's . It's . A !" It was heartbreak for defending Olympic champion Mikaela Shiffrin - who crashed out on her opening giant slalom run #Beijing2022 | @MikaelaShiffrin pic.twitter.com/oK9i54tt9E— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Hólmfríður segir vissulega ekki hafa verið sérlega þægilegt að sjá hvernig fór fyrir Shiffrin, áður en hún fór sjálf af stað. Fleiri fengu byltu í erfiðri brautinni, eins og Nina O'Brien sem skall illa inn í endamarkið í seinni ferðinni í dag. Nina O Briens crash. Eeeeek #Beijing2022WinterOlympics pic.twitter.com/4J1890T2GC— Andy Mullen (@AndrewJMullen) February 7, 2022 Týpan sem fer á fullri ferð á öllum æfingum Hólmfríður kveðst vonsvikin að hafa ekki náð að klára keppnina. Vanalega líði sér sérstaklega vel í miklum bratta og öðlist þar forskot á keppinauta sína enda hiki hún ekki við að leggja allt í sölurnar, en það geti reynst dýrkeypt. „Ef þú myndir spyrja þjálfarann minn þá myndi hann svara að ég sé svona týpa sem keyrir alltaf 100% á þetta, á öllum æfingum, og er þá kannski líklegri til að fljúga smá á hausinn. Ég held að ég búi mjög vel að líkamlegri hreyfigetu og liðleika, sem hjálpar í svona dettum, og því oftar sem maður dettur þá lærir maður líka að detta. Það getur allt gerst í þessari íþrótt. Ef þú ætlar að gefa allt í þetta þá eru meiri líkur á að eitthvað fari smá úrskeiðis en maður er ekkert að mæta á Ólympíuleikana til að skíða varfærnislega,“ segir Hólmfríður Dóra sem á eftir að keppa í svigi og risasvigi, og hefur engan áhuga á að halda aftur af sér þar: „Nei, alls ekki. Það verður bara fulla ferð áfram. Ég vil klárlega sýna að ég get þetta. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist en ég vona að ég vakni á morgun enn betri en í dag, og að kælingin skili sínu. Ég er bara mjög bjartsýn.“ Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Sjá meira
Hólmfríður birti myndband af byltunni á Instagram skömmu eftir keppni og lét vita af því að það væri í lagi með sig: Klippa: Hólmfríður Dóra féll í brekkunni „Ég sá á vídjói eftir á að ég lendi frekar illa í netinu, og kremst þar eiginlega saman, en ég er svo þakklát fyrir að þetta net hafi verið svona nálægt. Það sést kannski ekki í sjónvarpi hve brattir bakkarnir eru og ef ég hefði ekki lent í netinu hefði ég runnið á maganum lengi, eins og sást svo í seinni ferðinni hjá sumum af stelpunum,“ segir Hólmfríður Dóra, eða Hófí eins og hún er oft kölluð. „Ég tel mig frekar heppna að hafa lent svona í netinu, og svo á þessum kubbi sem ég festist í. Ég heyrði bara lækni öskra á mig: Er í lagi með þig? Ég náði að svara honum og segja já. Vanalega réttir maður upp hönd til að sýna öllum í kring að það sé í lagi með mann, en ég var bara pikkföst þó ég hafi svo náð að losa mig fljótt,“ bætir hún við. Eftir að Hólmfríður Dóra hófst á loft segist hún aðeins hafa hugsað um að vernda sig sem best gagnvart meiðslum, sér í lagi hnémeiðslum.Getty/Tom Pennington Hólmfríður lenti illa á mjöðminni en með því að kæla hana í dag vonast hún til þess að vakna spræk á morgun, tilbúin í svigkeppnina sem fram fer aðfaranótt miðvikudags. Þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“ „Mér gekk frekar vel þarna í fyrsta brattanum en svo í sjöundu eða níundu beygju missi ég pressuna á ytra skíðinu, og missi það aðeins frá mér. Skíðin eru náttúrulega ótrúlega beitt, og grípa í snjóinn, og þá skýst ég bara upp í loftið og „the rest is history“. Þegar maður er kominn svona hátt upp í loftið þá hugsar maður aðallega um að reyna að bjarga hnjánum og líkamanum öllum. Mér líður bara ágætlega. Ég lenti svolítið harkalega á mjöðminni en við erum að kæla hana aðeins og þá verð ég góð. Þetta lítur vel út og ég er bara mjög sátt að ekki fór verr því það er mjög dæmigert að svona bylta valdi hnjámeiðslum. Maður hefur oft séð stelpur slíta krossbönd í svona dettu og ég er mjög þakklát fyrir að sleppa við það.“ Áður en að Hólmfríður Dóra skíðaði af stað í dag sá hún tvöfalda ólympíumeistarann og sexfalda heimsmeistarann Mikaelu Shiffrin falla út á svipuðum stað og Hólmfríður féll. "It's . It's . A !" It was heartbreak for defending Olympic champion Mikaela Shiffrin - who crashed out on her opening giant slalom run #Beijing2022 | @MikaelaShiffrin pic.twitter.com/oK9i54tt9E— Eurosport (@eurosport) February 7, 2022 Hólmfríður segir vissulega ekki hafa verið sérlega þægilegt að sjá hvernig fór fyrir Shiffrin, áður en hún fór sjálf af stað. Fleiri fengu byltu í erfiðri brautinni, eins og Nina O'Brien sem skall illa inn í endamarkið í seinni ferðinni í dag. Nina O Briens crash. Eeeeek #Beijing2022WinterOlympics pic.twitter.com/4J1890T2GC— Andy Mullen (@AndrewJMullen) February 7, 2022 Týpan sem fer á fullri ferð á öllum æfingum Hólmfríður kveðst vonsvikin að hafa ekki náð að klára keppnina. Vanalega líði sér sérstaklega vel í miklum bratta og öðlist þar forskot á keppinauta sína enda hiki hún ekki við að leggja allt í sölurnar, en það geti reynst dýrkeypt. „Ef þú myndir spyrja þjálfarann minn þá myndi hann svara að ég sé svona týpa sem keyrir alltaf 100% á þetta, á öllum æfingum, og er þá kannski líklegri til að fljúga smá á hausinn. Ég held að ég búi mjög vel að líkamlegri hreyfigetu og liðleika, sem hjálpar í svona dettum, og því oftar sem maður dettur þá lærir maður líka að detta. Það getur allt gerst í þessari íþrótt. Ef þú ætlar að gefa allt í þetta þá eru meiri líkur á að eitthvað fari smá úrskeiðis en maður er ekkert að mæta á Ólympíuleikana til að skíða varfærnislega,“ segir Hólmfríður Dóra sem á eftir að keppa í svigi og risasvigi, og hefur engan áhuga á að halda aftur af sér þar: „Nei, alls ekki. Það verður bara fulla ferð áfram. Ég vil klárlega sýna að ég get þetta. Auðvitað veit maður aldrei hvað gerist en ég vona að ég vakni á morgun enn betri en í dag, og að kælingin skili sínu. Ég er bara mjög bjartsýn.“
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Sjá meira