Bikarmeistarar Leicester úr leik eftir afhroð í Skírisskógi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2022 18:01 Joe Worrall að stanga knöttinn í netið. Alex Livesey/Getty Images Nottingham Forest frá Skírisskógi gerði sér lítið fyrir og pakkaði bikarmeisturum Leicester City saman í 32-liða úrslitum FA-bikarsins. Lokatölur í Nottingham 4-1 heimamönnum í vil. Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Nottingham Forest voru sýnd veiði en ekki gefin fyrir bikarmeistara Leicester eftir að hafa slegið Arsenal út í 3. umferð FA-bikarsins. Þó Brendan Rodgers, þjálfari Leicester, hafi gert nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu óraði engum fyrir hvernig leikur dagsins myndi þróast. Tvö mörk með stuttu millibili um miðbik fyrri hálfleiks lögðu grunninn að frábærum sigri Forest. Hinn danski Philip Zinckernagel kom heimamönnum yfir eftir að boltinn barst til hans eftir skalla Keinan Davis á 23. mínútu leiksins. The City Ground has erupted Could @NFFC be about to upset the holders #EmiratesFACup pic.twitter.com/HxEdIvoDF6— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Örskömmu síðar var staðan orðin 2-0. Heimamenn unnu boltann strax eftir miðju bikarmeistaranna og allt í einu var Brennan Johnson óvænt einn gegn Danny Ward, markverði Leicester, hann skoraði af öryggi og stuðningsfólk heimamanan ærðist af fögnuði. IT'S THE STAR BOY Brennan Johnson has scored straight from kick-off! @NFFC #EmiratesFACup pic.twitter.com/gQMZoxyBln— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Ekki löngu síðar, eða á 32. mínútu leiksins, var staðan orðin 3-0. Að þessu sinni var það Joe Worrall sem var réttur maður á réttum stað eftir hornspyrnu James Garner. Skömmu fyrir hálfleik fengu gestirnir líflínu eftir að Brice Samba, markvörður Forest, fór í skógarhlaup og Kelechi Iheanacho náði að renna boltanum í netið, staðan 3-1 í hálfleik. Squeezed in from a tight angle by @67Kelechi #EmiratesFACup pic.twitter.com/LhFZjY3S6C— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Sú litla von sem Leicester hafði hvarf eftir klukkutíma leik. Djed Spence skoraði þá eftir frábæra stungusendingu Zinckernagel og staðan orðin 4-1. ARE YOU NOT ENTERTAINED!?@DjedSpence is a special player.#EmiratesFACup pic.twitter.com/4nUgW7zaSB— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) February 6, 2022 Reyndust það lokatölur leiksins og Nottingham Forest komið áfram í 16-liða úrslit FA-bikarsins þar sem liðið mætir Huddersfield Town. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Dregið í 16-liða úrslit FA-bikarsins: Chelsea og City heimsækja B-deildarlið Nú rétt í þessu var dregið í fimmtu umferð elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarsins. Nokkrar áhugaverðar viðureignir eru á dagskrá, en 16-liða úrslitin bjóða í mesta lagi upp á tvo úrvalsdeildarslagi. 6. febrúar 2022 11:59