Rangnick: „Getum aðeins kennt sjálfum okkur um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:01 Rangnick gengur til búningsherbergja meðan Juan Mata reynir að hugga Anthony Elanga. Táningurinn var eini leikmaðurinn sem brenndi af víti í vítaspyrnukeppninni. Alex Livesey/Getty Images Ralf Rangnick var vægast sagt ósáttur með færanýtingu sinna manna er Manchester United féll úr leik í FA-bikarnum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn B-deildarliði Middlesbrough. Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Man United óð í færum í fyrri hálfleik en tókst aðeins að koma boltanum einu sinni í netið. Gestirnir frá Middlesbrough sköpuðu sér ekki nálægt því jafn mörg færi en tókst sömuleiðis að koma boltanum einu sinni í netið og unnu svo í vítaspyrnukeppni. Rangnick segir sína menn aðeins geta kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Við hefðum átt að vera 3-0 yfir í hálfleik og meira að segja í síðari hálfleik klúðruðum við frábærum marktækifærum, meira að segja eftir að þeir skoruðu mark sem átti alls ekki að standa,“ sagði sá þýski eftir leik. „Færið hans Bruno (Fernandes) var nánast eins og vítaspyrna svo við verðum að kenna okkur sjálfum um fyrir að klúðra mýmörgum færum í leiknum. Á endanum fer þetta í vítaspyrnu þar sem það þarf alltaf smá heppni, svo við erum allir mjög vonsviknir.“ Cavani og Lingard voru ekki í leikmannahóp Man Utd „Hann spilaði fyrir Úrúgvæ á miðvikudag. Það hefði aldrei gengið að hafa hann í hóp í kvöld,“ sagði Rangnick um fjarveru Edinson Cavani í leik gærkvöldsins. „Auðvitað hefði ég elskað að hafa Jesse (Lingard) í hópnum. Okkur vantar útileikmann á skýrsluna í dag, af hverju ætti ég að gefa honum fjögurra til fimm daga frí. Ég hefði elskað að hafa hann með okkur í dag en það var ekki málið. Það þýðir ekki að ræða um leikmenn sem voru ekki hér,“ sagði Rangnick en samkvæmt honum vildi Lingard fá nokkurra daga frí eftir stjórn Man United kom í veg fyrir að hann færi til Newcastle United á láni. Lingard sjálfur hefur gefið til kynna að félagið hafi sent hann í fjögurra til fimm daga frí. The club advised me to have time off due to personal reasons! But my headspace is clear and I ll always be professional when called upon and give 100 percent— Jesse Lingard (@JesseLingard) February 3, 2022 Hvað sem því líður er ljóst að Man United er dottið út úr FA-bikarnum og þar með má segja að þeirra eini raunsæi möguleiki á titli í ár hafi runnið út í sandinn. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira