Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 07:58 Dóra hér á 109 ára afmælisdaginn. Hún fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og þótti í lagi að eldast, svo lengi sem hún gæti lesið Moggann. Vísir/Arnar Dóra Ólafsdóttir, sem varð elst allra Íslendinga, er látin. Hún var 109 ára. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík í gærmorgun. Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918. Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Frá andláti Dóru er greint á vef Morgunblaðsins. Dóra varð 109 ára og 160 daga gömul þann 13. desember síðastliðinn, og sló þar með Íslandsmet í langlífi, en fyrra met átti Jensína Andrésdóttir sem varð 109 ára og 159 daga. Fréttastofa tók hús á Dóru í tilefni metsins í desember, en það innslag má sjá hér að neðan. Við það tilefni sagðist hún ánægð með áfangann og sagði í lagi að eldast meðan hún gæti enn gert það sem hún vildi. „Mér finnst það allt í lagi á meðan ég get talað og lesið Moggann og svona,“ sagði Dóra í desember. Fluttist af heimilinu 100 ára Dóra var fædd í Sigtúnum í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu þann 6. júlí 1912. Foreldrar hennar voru útgerðarmaðurinn Ólafur Gunnarsson og húsfreyjan Anna María Vigfúsdóttir. Dóra næst elst átta systkina. Hún bjó lengst af á Akureyri, og sinnti starfi talsímavarðar hjá Landsímanum þar í bær á árunum 1936 til 1978. Þegar Dóra var orðin 100 ára fluttist hún af heimili sínu við Norðurgötu 53 á Akureyri til Áskels sonar síns. Síðar sama ár flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól. Eiginmaður Dóru var Þórir Áskelsson, sjómaður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Dóra lætur eftir sig tvö börn, Áskell Þórisson og Ásu Drexler. Lét áfengi og reykingar eiga sig Fréttastofa ræddi einnig við Dóru þegar hún fagnaði 109 ára afmæli sínu í júlí á síðasta ári. Þar sagði hún galdurinn við langlífi vera nokkuð einfalda uppskrift: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Þá sagðist Dóra raunar ekki ætla sér að verða mikið eldri, þrátt fyrir að vera hress og við góða heilsu. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ sagði Dóra þá, en líkt og áður sagði lést hann árið 2000. Fréttastofa hefur rætt við Dóru við hin ýmsu tilefni, en í viðtali við Stöð 2 árið 2020, þegar hún varð 108 ára, rifjaði hún upp þegar hún sá Kötlugos árið 1918.
Andlát Eldri borgarar Reykjavík Langlífi Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira