Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 23:41 Meðlimir VHS eru hæstánægðir með að mega sýna fyrir fullum sal á ný. Stöð 2 Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira