Starfsmannalög gilda um ríkisendurskoðanda, óháð þrískiptingu ríkisvaldsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2022 07:11 Í minnisblaðinu segir að líta beri á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok sem ríkisendurskoðandi. Vísir Ákvæði laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins taka til embættis ríkisendurskoðanda og til starfsmanna ríkisins almennt, án tillits til þess geira ríkisvalds sem þeir starfa í þjónustu fyrir. Þetta segir í minnisblaði skristofu Alþingis til forseta Alþingis, þar sem fjallað er um þá gagnrýni sem fram hefur komið á flutningi Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Gagnrýnin byggist meðal annars á því að ákvæði fyrrnefndra starfsmannalaga um flutning embættismanna eigi ekki við um ríkisendurskoðanda, sem sé kosinn af Alþingi, og flutningur hans samræmist ekki sjónarmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. „Í minnisblaði þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort almennt sé heppilegt að embættismaður sem kjörinn er af Alþingi til þess að gegna trúnaðarstörfum á þess vegum sé fluttur í embætti er heyrir undir ráðherra að skipa í,“ segir í minnisblaðinu. Hins vegar taki starfsmannalög til ríkisendurskoðanda og einstök ákvæði þeirra séu ekki undanskilin þegar hann á í hlut. „Starfsmannalög geyma almenn ákvæði og ganga sérákvæði laga um ríkisendurskoðanda því framar hvað varðar kosningu ríkisendurskoðanda í stað skipunar hans líkt og almennt er kveðið á um með embættismenn sem skipaðir eru af ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. Heimild til að flytja Skúla Eggert á milli embætta byggi á 36. grein starfsmannalaga um heimild til að flytja starfsmenn á milli en tilgangur heimildarinnar sé að auka hreyfanleika embættismanna. Heimildin taki jafnt til flutnings í almennt starf eða embætti og byggi á samþykki eða ósk hlutaðeigandi embættismanns. „Loks ber að líta á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok með sambærilegum hætti og þegar embættismaður biðst lausnar frá embætti sínu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Þetta segir í minnisblaði skristofu Alþingis til forseta Alþingis, þar sem fjallað er um þá gagnrýni sem fram hefur komið á flutningi Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Gagnrýnin byggist meðal annars á því að ákvæði fyrrnefndra starfsmannalaga um flutning embættismanna eigi ekki við um ríkisendurskoðanda, sem sé kosinn af Alþingi, og flutningur hans samræmist ekki sjónarmiðum um þrískiptingu ríkisvaldsins. „Í minnisblaði þessu er ekki tekin afstaða til þess hvort almennt sé heppilegt að embættismaður sem kjörinn er af Alþingi til þess að gegna trúnaðarstörfum á þess vegum sé fluttur í embætti er heyrir undir ráðherra að skipa í,“ segir í minnisblaðinu. Hins vegar taki starfsmannalög til ríkisendurskoðanda og einstök ákvæði þeirra séu ekki undanskilin þegar hann á í hlut. „Starfsmannalög geyma almenn ákvæði og ganga sérákvæði laga um ríkisendurskoðanda því framar hvað varðar kosningu ríkisendurskoðanda í stað skipunar hans líkt og almennt er kveðið á um með embættismenn sem skipaðir eru af ráðherra,“ segir í minnisblaðinu. Heimild til að flytja Skúla Eggert á milli embætta byggi á 36. grein starfsmannalaga um heimild til að flytja starfsmenn á milli en tilgangur heimildarinnar sé að auka hreyfanleika embættismanna. Heimildin taki jafnt til flutnings í almennt starf eða embætti og byggi á samþykki eða ósk hlutaðeigandi embættismanns. „Loks ber að líta á samþykki Skúla Eggerts um flutning í embætti ráðuneytisstjóra í Stjórnarráði Íslands sem ósk um starfslok með sambærilegum hætti og þegar embættismaður biðst lausnar frá embætti sínu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira