Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 20:35 Runólfur Pálsson tekur við sem forstjóri Landspítalans 1. mars. Vísir/Vilhelm Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum. Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Runólfur Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Landspítala til fimm ára og tekur við embættinu 1. mars. Sem framkvæmdastjóri meðferðasviðs hefur hann á undanförnum mánuðum verið fulltrúi spítalans í ýmsum viðtölum og meðal annars lýst því að huga þurfi að heildarhagsmunum samfélagsins. Margir eigi enda um sárt að binda vegna sóttvarnaraðgerðanna, sem þó hafi verið nauðsynlegar. „Ég er talsmaður þess að aflétta eins hratt og kostur er því að við þurfum að huga að öðrum hagsmunum líka. En við þurfum líka að gæta að stöðu spítalans og heilbrigðisþjónustunnar, ekki bara hérna á Reykjavíkursvæðinu heldur líka úti á landi. Ógnin núna er að við missum of mikið af starfsfólkinu út,“ segir Runólfur. Næstu tvær vikur heilladrjúgar Mannekla sé helsti vandinn - ef allir fá Covid, fara allir í einangrun. Að öðru leyti sé staðan góð; sjúkrahúsið sé mjög lítið að fást við veikt fólk af völdum Covid-19. Allsherjaraflétting er engu að síður ekki boðuð fyrr en um miðjan mars en Runólfur kveðst vongóður um að þetta geti gengið mun hraðar fyrir sig. „Þetta er ekki langur tími sem ég vænti að líði þar til við getum aflétt að fullu. En gerum þetta skynsamlega,“ segir Runólfur. Hvað myndirðu skjóta á? „Það er erfitt að segja. Ég spái því að næstu tvær vikur verði heilladrjúgar og það getur ýmislegt gerst innan þess tímaramma.“ Í starfi forstjóra telur Runólfur að manneklan sé helsta viðfangsefnið fram undan en hann vill líka efla fræðslu- og vísindahlutverk spítalans. Þá hafi verkefnum sjúkrahússins fjölgað á undanförnum árum. „Ég vona að ég þurfi ekki að vera í fjölmiðlum reglulega að biðja um meiri peninga. En auðvitað er þetta mjög þrálát umræða sem snertir fjármögnun spítalans,“ segir Runólfur. „Mér líst ágætlega á þetta. Þetta er reyndar gríðarlega stór áskorun þetta starf en það eru líka mikil tækifæri sem eru fyrir hendi hérna á Landspítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira