Leggja til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 16:12 Lagt er til að störf sóttvarnalæknis heyri beint undir ráðherra en ekki landlækni. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra líkt og landlæknir og heyri því beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni í nýju frumvarpi að sóttvarnalögum. Heilbrigðisráðherra hefur nú birt drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum sem lagt hefur verið fram til umsagnar. Ýmsar breytingar eru lagðar til á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitshluverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní á síðasta ári. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í nýju frumvarpi er lagt til að sérstakt markmiðsákvæði komi inn í sóttvarnalög og að gildissviðsákvæði og sérstakt ákvæði um þá sjúkdóma sem lögin taka til sé bætt við lögin. Í þvi ákvæði er lögð til stigskipting sjúkdoma, það er smitsjúkdómar, alvarlegir sjúkdómar og samfélagslega hættulegir sjúkdómar. Sóttvarnaráð lagt niður og farsóttanefnd sett á laggirnar Þá er lagt til að heimildir stjórnvalda til sóttvarnaráðstafana taki mið af stigskiptingunni, svipað og er í Danmörku. Einungis megi þannig grípa til veigamestu ráðstafananna þegar um samfélagslega hættulegan sjúkdóm er að ræða. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og ladnlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt í tvær vikur svo að Alþingi fái meiri tíma til að fjalla um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur nú birt drög að frumvarpi að nýjum sóttvarnalögum sem lagt hefur verið fram til umsagnar. Ýmsar breytingar eru lagðar til á stjórnsýslu málaflokksins og lagt til að aðkoma og eftirlitshluverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt. Frumvarpið var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní á síðasta ári. Áður höfðu verið gerðar nokkrar breytingar á gildandi sóttvarnalögum með frumvarpi sem varð að lögum í febrúar 2021. Í nýju frumvarpi er lagt til að sérstakt markmiðsákvæði komi inn í sóttvarnalög og að gildissviðsákvæði og sérstakt ákvæði um þá sjúkdóma sem lögin taka til sé bætt við lögin. Í þvi ákvæði er lögð til stigskipting sjúkdoma, það er smitsjúkdómar, alvarlegir sjúkdómar og samfélagslega hættulegir sjúkdómar. Sóttvarnaráð lagt niður og farsóttanefnd sett á laggirnar Þá er lagt til að heimildir stjórnvalda til sóttvarnaráðstafana taki mið af stigskiptingunni, svipað og er í Danmörku. Einungis megi þannig grípa til veigamestu ráðstafananna þegar um samfélagslega hættulegan sjúkdóm er að ræða. Þá er lagt til að breytingar verði gerðar á stjórnsýslu sóttvarna. Sóttvarnalæknir verði þannig skipaður af ráðherra líkt og ladnlæknir og aðrir forstöðumenn stofnana samhliða því að ábyrgð hans á framkvæmd sóttvarna heyri beint undir yfirstjórn ráðherra en ekki landlækni. Auk þess verði sett á laggirnar nýtt fjölskipað stjórnvald, farsóttarnefnd, sem skili inn tillögum til ráðherra um opinberar sóttvarnaráðstafanir vegna samfélagslega hættulegra sjúkdóma. Samhliða þessu verði sóttvarnaráð lagt niður. Þó er lagt til að sóttvarnalæknir hafi heimild til að kveða sér til ráðgjafar sérfræðinga vegna þeirra verkefna sem falla undir hlutverk hans. Einnig er lagt til að aðkoma og eftirlitshlutverk Alþingis að opinberum sóttvarnaráðstöfunum verði styrkt og að viðurlagaákvæði laganna verði uppfært í samræmi við löggjafarþróun síðari ára. Frumvarpið verður sett í samráðsgátt í tvær vikur svo að Alþingi fái meiri tíma til að fjalla um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira