Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 14:42 Rafmagnslínum Orkubús Vestfjarða hefur slegið út í dag og ganga norðan- og sunnanverðir Vestfirðir á varaaflsvélum. Vísir/Egill Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun. Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun.
Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26