Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2022 18:31 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59