Svona sér Þórólfur fyrir sér að hægt sé að aflétta öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2022 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ásamt Víði Reynissyni á blaðamannafundi vegna afléttingaáætlunar í morgun. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Gangi allt að óskum er stefnt að því að öllum innanlandsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði hætt þann 14. mars. Reiknað er með að reglur um einangrun og sóttkví verði afnumdar frá og með 24. febrúar Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem finna má drög að aðgerðaráætlun um þau skref sem taka á í átt að fullri afléttingu. Í máli ráðherra í dag þar sem fyrstu skref áætlunarinnar voru kynnt kom fram að stefnt væri að því að fylgja þessari áætlun Þórólfs, gangi allt að óskum. Hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði Fyrstu skrefin taka gildi á miðnætti. Þórólfur vildi reyndar að þau tækju gildi þann 3. febrúar næstkomandi, en ríkisstjórnin ákvað að flýta gildistöku afléttingarinnar, auk þess sem að opnunartími veitingastaða verður klukkutíma lengur en Þórólfur lagði til. Helstu skrefin í aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti voru reifuð hér. Í minnisblaðinu kemur fram að hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði komi ekkert óvænt upp á. „Mikilvægt er að hafa í huga að COVID-19 faraldrinum mun ekki ljúka hér á landi fyrr en að gott samfélagslegt ónæmi (hjarðónæmi) hefur skapast sem hindrar frekari útbreiðslu. Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónaveirunni þá virðist sem að um 20% landsmanna hafi smitast frá upphafi faraldursins til áramóta 2021/2022. Á sama tíma hafði um 9% greinst með PCR prófi. Ef hjarðaónæmi næst við 80% ónæmi í samfélaginu, þá má ætla að því marki verði náð eftir tæpa tvo mánuði ef ekkert óvænt kemur uppá,“ skrifar Þórólfur. Leggur hann eftirfarandi áætlun fram með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp á. „Ég tel skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt svo fremi að ekkert óvænt komi upp eins og ný afbrigði veirunnar, aukning verði á alvarlegum veikindum með of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða mikil veikindaforföll starfsmanna í ýmsum fyrirtækjum skapi neyðarástand,“ skrifar Þórólfur. Einangrun og sóttkví afnumin í næsta skrefi Þann 24. febrúar er reiknað með að almennar fjöldatakmarkanir verði 200 manns. Börn ekki undanþegin. Aðrar helstu tilslakanir eru eftirfarandi: Fjöldatakmarkanir fyrir sitjandi viðburði verði 1.000 manns og skylt að nota andlitsgrímur. Nándarregla verði einn metri. Börn fædd 2016 (á leikskólaaldri) og síðar verði undanþegin. Þar sem að ekki verður hægt að viðhafa nándarreglu innan- sem utandyra og eða loftræsting í rýmum ekki góð þar sé grímuskylda nema á heimilum tengdra aðila. Sund-, baðstaðir og líkamsræktarstöðvar megi hafa opið fyrir 100% af hámarksafköst og áherslu lögð á eins metra nándarreglu. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með eða án snertingar innan sem utan ÍSÍ verði heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 200 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opin. Heimilt verði að taka á móti allt að 1000 sitjandi gestum í hverju hólfi, viðhalda skal eins metra nándarreglu milli óskyldra aðila og skylt að nota grímu á leið inn og út af viðburði og á meðan honum stendur. Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar megi hafa opið til kl. 00. Gestum verði gert að yfirgefa fyrir kl. 01:00. Veitingastaðir megi hafa opið til kl. 00 og gestir verði að hámarki 200 í rými og aðeins afgreitt í sæti. Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 00. Gestum verði gert að að yfirgefa fyrir kl.01:00. Gætt skuli að eins metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur nema hjá sitjandi gestum. Grímunotkun verði skylda þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nálægðamörk utan- sem innandyra nema á heimilum. Börn fædd 2016 og síðar verði undaþegin grímuskyldu. Grímunotkun hjá börnum fæddum 2006-2015 verði í samræmi við aldur og þroska. Hvatt verði til fjarvinnu sem mest á vinnustöðum. Notkun hraðgreininga- eða PCR prófa til að fjölga í sóttvarnahólfum á viðburðum verði ekki leyfð. Reglur um einangrun og sóttkví felldar niður Einfaldar ráðleggingar frá og með 14. mars Síðasta skrefið verður svo tekið þann 14. mars næstkomandi og eru ráðleggingar Þórólfs fyrir þá dagsetningu afskaplega einfaldar: „Öllum innanlandsaðgerðum hætt“. Lesa má minnisblað Þórólfs hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem finna má drög að aðgerðaráætlun um þau skref sem taka á í átt að fullri afléttingu. Í máli ráðherra í dag þar sem fyrstu skref áætlunarinnar voru kynnt kom fram að stefnt væri að því að fylgja þessari áætlun Þórólfs, gangi allt að óskum. Hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði Fyrstu skrefin taka gildi á miðnætti. Þórólfur vildi reyndar að þau tækju gildi þann 3. febrúar næstkomandi, en ríkisstjórnin ákvað að flýta gildistöku afléttingarinnar, auk þess sem að opnunartími veitingastaða verður klukkutíma lengur en Þórólfur lagði til. Helstu skrefin í aðgerðunum sem taka gildi á miðnætti voru reifuð hér. Í minnisblaðinu kemur fram að hjarðónæmi geti náðst eftir tæpa tvo mánuði komi ekkert óvænt upp á. „Mikilvægt er að hafa í huga að COVID-19 faraldrinum mun ekki ljúka hér á landi fyrr en að gott samfélagslegt ónæmi (hjarðónæmi) hefur skapast sem hindrar frekari útbreiðslu. Samkvæmt bráðbirgðaniðurstöðu rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar og sóttvarnalæknis á mótefnastöðu landsmanna gegn kórónaveirunni þá virðist sem að um 20% landsmanna hafi smitast frá upphafi faraldursins til áramóta 2021/2022. Á sama tíma hafði um 9% greinst með PCR prófi. Ef hjarðaónæmi næst við 80% ónæmi í samfélaginu, þá má ætla að því marki verði náð eftir tæpa tvo mánuði ef ekkert óvænt kemur uppá,“ skrifar Þórólfur. Leggur hann eftirfarandi áætlun fram með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp á. „Ég tel skynsamlegt að miða við að um miðjan mars 2022 verði öllum takmörkunum aflétt svo fremi að ekkert óvænt komi upp eins og ný afbrigði veirunnar, aukning verði á alvarlegum veikindum með of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eða mikil veikindaforföll starfsmanna í ýmsum fyrirtækjum skapi neyðarástand,“ skrifar Þórólfur. Einangrun og sóttkví afnumin í næsta skrefi Þann 24. febrúar er reiknað með að almennar fjöldatakmarkanir verði 200 manns. Börn ekki undanþegin. Aðrar helstu tilslakanir eru eftirfarandi: Fjöldatakmarkanir fyrir sitjandi viðburði verði 1.000 manns og skylt að nota andlitsgrímur. Nándarregla verði einn metri. Börn fædd 2016 (á leikskólaaldri) og síðar verði undanþegin. Þar sem að ekki verður hægt að viðhafa nándarreglu innan- sem utandyra og eða loftræsting í rýmum ekki góð þar sé grímuskylda nema á heimilum tengdra aðila. Sund-, baðstaðir og líkamsræktarstöðvar megi hafa opið fyrir 100% af hámarksafköst og áherslu lögð á eins metra nándarreglu. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með eða án snertingar innan sem utan ÍSÍ verði heimilar. Hámarksfjöldi í hverju hólfi verði 200 manns. Sameiginleg búningsaðstaða verði opin. Heimilt verði að taka á móti allt að 1000 sitjandi gestum í hverju hólfi, viðhalda skal eins metra nándarreglu milli óskyldra aðila og skylt að nota grímu á leið inn og út af viðburði og á meðan honum stendur. Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar megi hafa opið til kl. 00. Gestum verði gert að yfirgefa fyrir kl. 01:00. Veitingastaðir megi hafa opið til kl. 00 og gestir verði að hámarki 200 í rými og aðeins afgreitt í sæti. Heimilt verður að hleypa inn nýjum viðskiptavinum til kl. 00. Gestum verði gert að að yfirgefa fyrir kl.01:00. Gætt skuli að eins metra nálægðarmörkum og skylt að hafa grímur nema hjá sitjandi gestum. Grímunotkun verði skylda þegar ekki er hægt að viðhafa eins metra nálægðamörk utan- sem innandyra nema á heimilum. Börn fædd 2016 og síðar verði undaþegin grímuskyldu. Grímunotkun hjá börnum fæddum 2006-2015 verði í samræmi við aldur og þroska. Hvatt verði til fjarvinnu sem mest á vinnustöðum. Notkun hraðgreininga- eða PCR prófa til að fjölga í sóttvarnahólfum á viðburðum verði ekki leyfð. Reglur um einangrun og sóttkví felldar niður Einfaldar ráðleggingar frá og með 14. mars Síðasta skrefið verður svo tekið þann 14. mars næstkomandi og eru ráðleggingar Þórólfs fyrir þá dagsetningu afskaplega einfaldar: „Öllum innanlandsaðgerðum hætt“. Lesa má minnisblað Þórólfs hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira