Telur að Íslendingar muni fyrirgefa Dönum Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2022 21:57 Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félgasins. Stöð 2 Formaður Norræna félagsins telur ákvörðun Hagkaupa um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna ekki til marks um stækkandi gjá milli Danmerkur og Íslands. Hann telur að Íslendingar muni fyrirgefa nágrönnum sínum meintan grikk á EM í gær, fyrr en síðar. Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins. Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Það fór líklega fram hjá fæstum Íslendingum í gær þegar Danir töpuðu fyrir Frökkum í mikilvægum leik á Evrópumótinu í handbolta. Með sigri Dana hefðu Íslendingar komist í undanúrslitin á EM. Verslunarkeðjan Hagkaup hefur árlega haldið upp á Danska daga snemma árs þar sem boðið er upp á aukið úrval af dönskum vörum og verslanir skreyttar hátt og lágt með fána konungsríkisins. Hagkaup tóku hins vegar ákvörðun í dag um að fresta Dönskum dögum í ljósi aðstæðna. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins, telur líklegt að Íslendingar fyrirgefi Dönum úrslitin von bráðar. „Ég skil nú reyndar að menn vilji ekki selja danskar vörur rétt á meðan við erum að jafna okkur en mér fyndist kannski eðlilegra að við myndum snúa þessu bara upp í norræna veislu, af því að EM er í raun og veru norræn veisla – fjórir af sex á toppnum,“ segir Hrannar Björn. Hrannar Björn segir að meira hefði verið í anda norrænnar samvinnu, hefði þjálfari Dana stillt upp sínu sterkasta liði fyrir leikinn en þjálfarinn hvíldi þrjá lykilleikmenn í leiknum. „Við ætlumst til þess að Danir berjist fyrir og við berjumst fyrir þá og þannig held ég að það verði áfram. Við munum fyrirgefa þetta og ef við viljum hefna þá gerum við það á handboltavellinum,“ segir Hrannar Björn Arnarsson formaður Norræna félagsins.
Neytendur Danmörk EM karla í handbolta 2022 Verslun Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29 Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Leikmenn og þjálfarar Dana fengu subbuleg skilaboð frá svekktum Íslendingum Leikmönnum og þjálfurum danska handboltalandsliðsins bárust miður falleg skilaboð frá ósáttum Íslendingum eftir leik Danmerkur og Frakklands í gær. 27. janúar 2022 14:29
Umfjöllun: Danmörk - Frakkland 29-30 | Takk fyrir ekkert Danmörk leiddi nær allan leikinn gegn Frakklandi til þess eins að tapa með eins marks mun og kosta Ísland þar með sæti í undanúrslitum Evrópumótsins í handbolta. Takk fyrir ekkert Danmörk. 26. janúar 2022 21:45