Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu Snorri Másson skrifar 26. janúar 2022 18:21 Þórólfur Guðnason Sóttvarnalæknir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Allt stefnir í hjarðónæmi gegn veirunni eftir einn og hálfan til tvo mánuði að sögn sóttvarnalæknis - því að það eru hægt og rólega allir að sýkjast. Þar með ættum við að vera laus undan oki veirunnar í það minnsta um stundarsakir að því gefnu að ekki komi til nýtt afbrigði. „Mér fyndist það frekar ólíklegt að við fengjum eitthvað algerlega nýtt afbrigði sem væri hættulegt og bólusetning og fyrra smit myndi ekki vernda,“ segir Þórólfur. Of mikið hefur borið á því að sögn sóttvarnalæknis að fólk sé að fara í sýnatöku að nauðsynjalausu, enda séu afköstin ekki ótakmörkuð í greiningu sýnanna. „Við erum aðeins að reyna að slá á það pínulítið, vegna þess að við höfum ekki ótakmarkaða getu til að greina sýnin. Hún mun skerðast nokkuð á næstunni. Þannig að við biðlum til fólks að vanda sig við að fara í sýnatöku, helst þá sem eru með einkenni, klárlega. Það geta síðan verið aðrar ástæður en ekki bara þegar manni dettur það í hug.“ Hjarðónæmi miðar við að 70% eða jafnvel 80% smitist af veirunni, sem verður ekki án afleiðinga þótt veikindi séu væg af völdum omíkron-afbrigðisins. „Menn eru að sjá strax núna ýmsar langtímaafleiðingar af Covid. Menn eru að tala um aukningu í sykursýki hjá börnum eftir smit, menn eru að tala um alls konar þreytu, andlega vanlíðan og önnur einkenni eftir Covid-smit,“ segir Þórólfur. „Þannig að ég held að við eigum eftir að fá að vita miklu meira um þetta á næstu mánuðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21 Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08 Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. 26. janúar 2022 10:21
Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. 26. janúar 2022 10:08
Svona var 196. upplýsingafundurinn vegna Covid-19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn munu fara yfir stöðu mála í faraldrinum á upplýsingafundi almannavarna í dag klukkan 11:00. 26. janúar 2022 08:59