Átt þú þetta barn? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 26. janúar 2022 18:01 Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þegar yngri dóttir mín fæddist var allt nokkuð hefðbundið. Hún fæddist á Landspítalanum, kom með okkur heim, við kúldruðumst með hana á daginn, horfðum á hana hugfangnar, reyndum að jafna okkur eftir langa fæðingu og aðdraganda á meðan eldri dóttirin fékk útrás á leikskólanum. Foreldrar þekkja þessa fyrstu daga og vikur eftir fæðingu barns. Allt í móki, svefn er afstætt hugtak, ný vera hefur komið í heiminn og allt snýst um hana. Hamingja, óöryggi, nýtt hlutverk. Þegar dóttir okkar var vikugömul barst okkur bréf frá Þjóðskrá. Þar var mér gert að skrifa undir, og kalla til votta þess efnis, að ég hefði verið samþykk því að konan mín gengi með barnið okkar og að hún hefði gengist undir tæknifrjóvgun. Mamma mín og pabbi fengu svo það hlutverk að votta fyrir að konan mín, eiginkona samkvæmt lögum, hefði ekki haldið framhjá mér og að yngri dóttir mín væri sannarlega mitt barn. Ég fæ ennþá ónotatilfinningu þegar ég hugsa um þetta. Þvílík niðurlæging. Fólk í gagnkynja hjónabandi þarf ekki að skila neinu sambærilegu. Hin svokallaða pater est regla gerir foreldraskráningu sjálfvirka þegar foreldrar eru karl og kona í hjónabandi, algjörlega óháð því hvort þau hafi þurft að nýta sér tæknifrjóvgun eða nota gjafafrumur. Það er með öðrum orðum innbyggt vantraust í kerfinu í garð hinsegin foreldra. Við endurskoðun barnalaga á síðasta ári bentu Samtökin ‘78 á þessa mismunun, en við höfum hingað til fengið þau svör að ekki sé hægt að hrófla við feðrunarreglunni. Nýverið tóku gildi lög í Svíþjóð sem gera út um sambærilega mismunun þar í landi. Þar er fólk í hjónabandi nú sjálfvirkt skráð foreldrar barns sem fæðist inn í það, algjörlega óháð kyni foreldranna. Niðurlægjandi bréfasendingar, yfirlýsingar og undirskriftir eru þannig ekki gerðar forsenda þess að foreldraréttindi séu tryggð. Fordæmið er komið. Ég hvet íslensk stjórnvöld til að uppfæra barnalög og treysta hinsegin foreldrum, rétt eins og öllum öðrum foreldrum, til þess að skrá börn sín rétt. Allir nýbakaðir foreldrar eiga að fá að vera vansvefta í hamingjumóki í friði. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun