Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 15:59 Vilborg Arna Gissurardóttir, segir ofbeldið hafa fengið mikið á sig og styður frásögn annars þolanda. Vísir/Vilhelm Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag. Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag.
Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira