Færa átta liða úrslit Afríkumótsins eftir að troðningur olli átta dauðsföllum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2022 22:31 Olembe-leikvangurinn var byggður fyrir Afríkumótið. Vísir/Getty Leikur í átta liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta sem átti að fara fram á Olembe-leikvanginum næstkomandi sunnudag hefur verið færður eftir að troðningur fyrir utan leikvanginn varð átta manns að bana í gær. Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún. Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira
Mikill áhugi var fyrir leik Kamerún og Kómoreyja sem fram fór á Olembe-leikvanginum í gær reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum BBC létust í það minnsta átta í troðningnum og 38 til viðbótar slösuðust, þar af sjö alvarlega. Meðal látinna voru tvö börn, átta og fjórtán ára. Forseti afríska knattspyrnusambandsins CAF heimsótti slasaða stuðningsmenn á spítala í dag, ásamt því að skoða slysstaðinn. Hann segist harma það sem gerðist og að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að atvikið endurtaki sig. „Það er okkar skylda að komast að því hvað gerðist nákvæmlega og enn mikilvægara er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að svona lagað gerist aftur,“ sagði Patrice Motsepe, forseti CAF. „Það var mikið að sem hefði verið hægt að sjá fyrirfram. Þegar fólk tapar lífinu þá er eðlilegt að verða reiður og krefjast útskýringa og loforða um að svona lagað komi ekki fyrir aftur.“ Olembe-leikvangurinn tekur 60.000 manns í sæti, en hann var nýlega byggður sérstaklega fyrir Afríkumótið. Þó mátti leikvangurinn aðeins taka við 80 prósent af leyfilegum hámarksfjölda vegna kórónuveirufaraldursins. Opnunarhátið mótsins var haldin á vellinum og þá á einnig að leika annan undanúrslitaleikinn þar, sem og úrslitaleikinn sjálfan. Þá átti einnig að leika einn leik í átta liða úrslitum á leikvanginum næstkomandi sunnudag, en sá leikur hefur verið færður á Ahmadou Ahidjo-leikvanginn í Yaounde, höfuðborg Kamerún.
Afríkukeppnin í fótbolta Kamerún Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjá meira