Besta CrossFit fólk heims synti í vatni á heimsleikunum sem var fullt af E. coli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir sést hér synda í umræddu vatni á Ólympíuleikunum en hún náði að lokum þriðja sæti á heimsleikunum. Skjámynd/Youtube Það eru sláandi fréttir sem koma frá Bandaríkjunum þar sem forráðamenn heimsleikana í CrossFit létu keppendur á heimsleikunum keppa í vatni sem heilbrigðisyfirvöld í Madison höfðu varað við. Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti. CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Sjá meira
Morning Chalk Up fjallaði um þetta mál hjá sér en þeir komust yfir upplýsingar frá starfsmönnum hjá heilbrigðiseftirliti Madison & Dane sýslu. Vandamálið var Monona vatnið þar sem keppendur syntu í fyrstu grein heimsleikanna í ágúst í fyrra. Keppendur þurftu fyrsta að synda 1,6 kílómetra í vatninu og fara síðan 4,8 kílómetra á vatinu á kajak. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Rétt fyrir heimsleikanna þá varaði heilbrigðiseftirliðið ítrekað við því að vatnið innihéldi E. coli bakteríur yfir öllum hámörkum. Vatnið var svo skítugt að það þótti ástæða til að vara starfsmenn heimsleikanna við. Escherichia coli er baktería sem finnst gjarnan í þörmum manna og dýra. Margir stofnar tegundarinnar geta valdið matareitrun og telst hún til tækifærissýkla. Íþróttafólk og þjálfarar segja að það sé vel þekkt að íþróttafólk veikist eftir sund í vatninu. Íslenska CrossFit stjarnan Björgvin Karl Guðmundsson hafði allan varann á og Morning Chalk Up sagði að hann hefði tekið inn efni til að vinna gegn mögulegri sýkingu strax eftir sundið. Í viðtali við The Sevan Podcast sagðist Björgvin Karl trúa því að það væri eina ástæðan fyrir því að hann hefði ekki veikst. Björgvin Karl varð í sjötta sæti í greininni en hann kláraði hana á rúmri 71 mínútu. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð þrettánda á rúmum 74 mínútum og Anníe Mist Þórisdóttir varð átjánda á rúmum 76 mínútum. Þuríður Erla Helgadóttir kláraði síðan á rúmum 77 mínútum og varð í 25. sæti. Kanadíski keppandinn Samuel Cournoyer sagðist hafa leitað sér læknishjálpar eftir sundið og þar komst læknaliðið af því að hann þjáðist af E. coli sýkingu. Það voru fleiri keppendur sem veiktust og einn þurfti næringu í æð eftir slæma matareitrun. Hin kanadíska Emily Rolfe ældi alla nóttina eftir keppnina og þurfti að leita sér læknisaðstoðar daginn eftir. Þetta var fyrsta greinin á mjög erfiðri helgi og það er ótrúlegt að CrossFit samtökin hafi tekið slíka áhættu með heilsu keppenda. Morning Chalk Up leitaði eftir viðbrögðum frá CrossFit samtökunum en fólk þar á bæ vildu ekki tjá sig á þessum tímapunkti.
CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins