Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 13:53 Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar. Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar.
Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira