NFL sektaði þjálfara meistaranna fyrir að slá sinn eigin leikmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2022 23:00 Bruce Arians gerði Tampa Bay Buccaneers að meisturum í fyrra en það hjálpaði auðvitað mikið að vera með Tom Brady sem leikstjórnanda. AP/Mark LoMoglio Bruce Arians, þjálfari ríkjandi NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers, var sektaður í vikunni en það var þó ekki fyrir að rífast við eða gagnrýna dómara. Arians fékk fimmtíu þúsund dollara sekt fyrir að slá sinn eigin leikmann en það eru 6,4 milljónir íslenskra króna. Buccaneers sló Philadelphia Eagles örugglega út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi og fram undan er leikur á móti sjóðheitu liði Los Angeles Rams. The NFL has fined Bruce Arians $50K for striking Bucs safety Andrew Adams in the helmet during Sunday's playoff win over the Eagles, a source confirmed to @JennaLaineESPN.https://t.co/LvPoCFGdOJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 19, 2022 Leikmaðurinn sem um ræðir var varnarmaðurinn Andrew Adams sem hafði þar hætt á það að fá sig refsingu fyrir að reynda toga andstæðing úr hrúgu leikmanna yfir boltanum. Arians sló í hjálminn á leikmanninum og gaf honum líka olnbogaskot. Hann var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann sæi eftir því að hafa slegið Adams. „Nei,“ svaraði Bruce Arians og hélt áfram: „Ég hef séð nóg af heimsku. Þú mátt ekki toga leikmenn úr hrúgu. Við vorum að ná að klára góða vörn og vorum í góðri stöðu á vellinum. Hann var að gera tóma vitleysu með því að toga leikmanninn í burtu og ég var að reyna að vekja hann aðeins svo hann fengi ekki á sig refsingu,“ sagði Arians. Bruce Arians er 69 ára gamall og hefur þjálfað í deildinni frá 1989. Hann hefur verið aðalþjálfari Tampa Bay Buccaneers frá 2019 en þjálfaði þar á undan lið Arizona Cardinals frá 2013 til 2017. Bucs coach Bruce Arians has been fined $50,000 for slapping the helmet of Bucs safety Andrew Adams during Sunday's playoff game vs. the Eagles, @gregauman confirms. @Pickswise pic.twitter.com/5moSv51HqT— The Athletic (@TheAthletic) January 19, 2022 NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Arians fékk fimmtíu þúsund dollara sekt fyrir að slá sinn eigin leikmann en það eru 6,4 milljónir íslenskra króna. Buccaneers sló Philadelphia Eagles örugglega út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar um síðustu helgi og fram undan er leikur á móti sjóðheitu liði Los Angeles Rams. The NFL has fined Bruce Arians $50K for striking Bucs safety Andrew Adams in the helmet during Sunday's playoff win over the Eagles, a source confirmed to @JennaLaineESPN.https://t.co/LvPoCFGdOJ— SportsCenter (@SportsCenter) January 19, 2022 Leikmaðurinn sem um ræðir var varnarmaðurinn Andrew Adams sem hafði þar hætt á það að fá sig refsingu fyrir að reynda toga andstæðing úr hrúgu leikmanna yfir boltanum. Arians sló í hjálminn á leikmanninum og gaf honum líka olnbogaskot. Hann var spurður um það á blaðamannafundi hvort hann sæi eftir því að hafa slegið Adams. „Nei,“ svaraði Bruce Arians og hélt áfram: „Ég hef séð nóg af heimsku. Þú mátt ekki toga leikmenn úr hrúgu. Við vorum að ná að klára góða vörn og vorum í góðri stöðu á vellinum. Hann var að gera tóma vitleysu með því að toga leikmanninn í burtu og ég var að reyna að vekja hann aðeins svo hann fengi ekki á sig refsingu,“ sagði Arians. Bruce Arians er 69 ára gamall og hefur þjálfað í deildinni frá 1989. Hann hefur verið aðalþjálfari Tampa Bay Buccaneers frá 2019 en þjálfaði þar á undan lið Arizona Cardinals frá 2013 til 2017. Bucs coach Bruce Arians has been fined $50,000 for slapping the helmet of Bucs safety Andrew Adams during Sunday's playoff game vs. the Eagles, @gregauman confirms. @Pickswise pic.twitter.com/5moSv51HqT— The Athletic (@TheAthletic) January 19, 2022
NFL Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira